mánudagur, mars 26, 2007

Auglýsing frá Bónus???


Nei svo er nú ekki, heldur er hér pokalistamaðurinn Ívar Fannar á ferð, eins og hann kýs að kalla sig. Eftir fremur viðburðarlítinn fimmtudag þar sem hann þurfti að dvelja heima við vegna veikinda, tók hann sig til með skæri og limband að vopni og bjó sér til alklæðnað úr bónus og -nestispokum. Frekari myndasýning gæti verið á næsta leiti.

1 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Pokalistamaðurinn er bara nokkuð snjall. Hugmyndaflugið hjá þessum krökkum er svo dásamlegt.

1:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home