þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Öskudagur

Myndin hér til hliðar er af fallegu fjölskyldunni minni. Mamma og pabbi halda árlega grímumatarboð, sem er alltaf verulega skemmtileg uppákoma fyrir unga sem aldna.
Hér er mynd af okkur:

Frá vinstri:

Bjarney sem ´80 gella, Ívar Fannar er fyrir framan Bjarneyju sem dauðinn sjálfur(erfitt að greina hann þarna) Aðalheilður sem hún sjálf, Annel tja veit ekki, FM-hnakki, Eyrún sem síguni, Malthe Kristó sem Batman.

Aftast er Þórhallur sem gaur gaurssins, Iben Höjer þar fyrir framan sem Cow-girl (hún heldur svo á dótturinni Abelinu Sögu, Bjartur aftast sem hommalingur, Hrund þar fyrir framan sem ballerinudúkka(held ég).
Aftast er ég sjálfur sem Kapteinn Krókur, Fremst á myndinni er svo hún Helga litla, sómakær kennari úr Laugarneskverfinu. Hulda Harðar gægist svo á bakvið Helgu sem Gvendur málari (Kalli í Álfhól var hvergi sjáanlegur samt), Daði sem Adolf Ingi íþróttafréttamaður og svo Dóri Bjöss sem...tja ég bara man það ekki, en hann er allavega vel föngulegur í þessu kvengervi.

4 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Mér finnst ég vera illa fótósjoppuð inn á þessa mynd. Það er nú lágmark að hafa hlutföllin rétt!

Eða er þetta ein af þessum skynvillu myndum þar sem augað sér hlutföllin ekki rétt. Takið t.d. eftir listanum rétt fyrir ofan höfuðið á mér og hvernig þessi sami listi fer bakvið höfuðið á Þórhalli.

Skrítið líka hvernig maður sér alltaf sjálfan sig fyrst.

5:49 f.h.  
Blogger Refsarinn said...

Jú og ekki dregur úr að vera með þetta rauða flikki þarna fyrir framan þig. Annars finnst mér að Malthe K hafi algerlega vinninginn á þessari mynd. Sjáiði hvað gaurinn er sposkur :).

8:48 f.h.  
Blogger Van De Kamp said...

Flott familía.. Þið eruð svo sniðug þarna á Kóp 4.. Sæi þetta ekki ganga upp á nr. 14

9:19 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Einstaklega fríður og föngulegur hópur

5:41 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home