föstudagur, mars 17, 2006

Hörður

Hörður: Hörður er ótrúlega sprækur leikmaður, hann er 58 ára gamall en enn í fullu fjöri og hefur annaðhvort svona gott úthald eða þá gríðarlegt keppnisskap, eitthvað er það sem fleytir honum áfram. En þarna fer tvímælalaust okkar besti leikmaður(að öðrum ólöstuðum). Hann hefur góða boltatækni og enn dágóðann hraða og leikskilning. Smá afturför er að merkja í skotum en í eina tíð skaut hann jafn vel og fast með hægri og vinstri, nú eru skotin jafn föst en þau hitta kannski ekki alltaf jafn vel. Hann er gæddur þeim hæfileika að kunna að veita boltanum gott skjól svo ógjörningur er fyrir andstæðinginn að ná honum . Hann hefur þetta "extra" að geta skýlt boltanum það vel eins og t.d. Hamann og Alonso, að ef einhver er við það að ná boltanum af honum þá eru fætur hans ávallt í veginum og hann fær dæmda aukaspyrnu á andstæðinginn. Hefur gott auga fyrir spili og er ekki að flækja hlutina í spilinu um of, fer oft einföldustu leiðina sem er oft góð og árangursrík.

Hann á það til að taka boltann með sér úr öftustu varnarlínu leika með hann alla leið upp völlinn og skora, einn síns liðs, en það gerist yfirleitt bara ef lið hans er undir og það þarf að vinna upp mikið tap, þá dregur hann vagninn. (þetta leika fáir eftir)

Hörður æfði með ÍK og lék lengi með meistarflokki þess liðs, 1987 var líklega hans besta tímabil, en þá lék hann 14 leiki í deildinni og skoraði 4 mörk.

27 ára gamall lagði hann skóna á hilluna(held ég sé að segja rétt frá hér með aldurinn) og held ég að þar hafi hann hætt aðeins of snemma. Hann hefði, ef vilji hefði verið fyrir hendi, geta sómt sér í gömlu 1. deildinni, en Ík náði aldrei þeim árangri að komast upp um deild, ekki fyrr en ég fór að æfa með þeim 3 árum seinna : )

Ég reyndar man eftir krísufundi sem var haldinn upp í Digranesíþróttahúsi. (Ég var þá í 2.flokki en var farin að æfa með meistarflokknum) Helgi Kolviðs var þá á fyrsta ári í meistaraflokki og hann varð fljótlega fyrirliði. En fundurinn gekk út á það að líklega vantaði reynslumeiri menn í liðið svo hægt væri að komast upp um deild. Þjálfarinn Helgi Ragnarsson og einhverjir stjórnarmenn töluðu um að ætlunin væri að reyna að fá Reyni heim frá Noregi, þar sem hann var að nema læknisfræði og svo Hörð sem hafði hætt 1-2 árum áður. Hætt var svo við þetta, hvers vegna veit ég ekki, en leikmenn Rauðu Stjörnunnar Zoran Ljubezich og Ejup Puruchevich vor keyptir til landsins og hafa þeir verið hér æ síðan og skilað miklu til knattspyrnunnar síðan hér á landi.

Hörður hefur eingöngu einbeitt sér að utandeildinni og heldri manna boltum eftir að skórnir fóru á hilluna góðu. Varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá að leika með þessum aldna höbbðingja í utandeildinn með liði mínu Lærisveinum, eitt tímabil.

5 Comments:

Blogger Refsarinn said...

hmmmm...
Frekari komment eftir 8. yfirlestur.

5:14 e.h.  
Blogger hvitifolinn said...

sammala siðasta ræðumani eins og hann daði sagði a siðasta ári

5:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

óneitanlega okkar besti maður þarna á ferð. Góð yfirferð Arnar, ég sit með fiðrildi í mallakútnum eftir að vera tekinn á teppið

Daði

3:22 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Maður gerir ekki annað en vikna þessa dagana yfir bloggum ættarlima. Ég átti von á að allir mínir veikleikar yrðu tíundaðir og ekkert dregið undan. Bjóst ekki við svo fögrum orðum.
Þér er hér með boðið í sextugsafmælið mitt eftir 2 ár.

11:24 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Ég þakka boðið í afmælið, ég mæti. Ég var kannski heldur vægur við þig, helgast kannski af því að þú hefur ekki verið í bolta með okkur í langan tíma...hver veit nema að verri versjónin birtist hér eftir að þú mætir til leiks á ný, njóttu samt á meðan er : )

12:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home