Ofsóknir

Það er ansi magnað, en ég hef orðið fyrir ofsóknum. Það er nánast sama hvert ég fer eða hvað ég geri, allsstaðar er Þórólfur Árnason að sniglast í kringum mig!!
Nokkur dæmi:
Ég fór á völlinn um daginn, sá UBK mót KR, ég kem 5 mín of seint, sest ofarlega í nýju stúku Kópavogsbúa, mínútu síðar kemur Þórólfur og sest fyrir framan mig!! Ég ákvað að hlaupa 10 km á menningarnótt, er ekki Þórólfur einn af þátttakendum í 10 km, kom reyndar svolítið á eftir mér í mark he he... : )
Ég fór á Fram-UBK, Þórólfur mættur! JÁ!
Ég fer í Laugardalslaugina, (þetta hefur gerst oftar en einu sinni og oftar en tvisvar) Þórólfur í sturtunni!!
Ég fæ mér pulsu í pulsuvagni, Þórólfur er maðurinn sem kemur á eftir mér...
Hér eiga engar ýkjur sér stað, aðeins er um staðreyndir að ræða, það er meir að segja mynd af honum á blogginu mínu!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home