föstudagur, september 19, 2008

Misheppnuð kaup á Anfield

Ég hef fylgst með fótbolta og þá Liverpool frá c.a. 1981. Frábær tími hjá Liverpool 1980-1990 en svo hefur þetta verið nokkuð erfiður tími og oft hefur maður hugsað hvort þetta lið sé þess virði að gleðjast með og jú gremjast yfir.

Stundum er maður rasandi yfir leikmönnunum er fá borgað fyrir að æfa sig að sparka bolta og fá að klæðast rauðu treyjunni því oft hafa leikmannakaupin verið lofandi, en maður lifandi hve illa sumir þessa manna hafa leikið.

Fyrstan ber að nefna Igor Biscan.
Keyptur á Houllier árunum 2000-2005. Maður sem átti að hnýta saman vörn og miðju og vera eftirmaður Hamanns. Skemst frá því að segja að Igor náði aldrei að fóta sig almennilega, skoraði 2 mörk í 118 lekjum. Gerði góða hluti í tveimur leikjum, en spilaði annars eins og fífl þess á milli.

Annar lágklassaleikmaður er norðmaðurinn Björn Tore Kvarme. Roy Evans fékk hann frá Rosenborg. Hann byrjaði víst ansi vel og lék alltaf í hægri bakverðinum. Nokkur skelfileg mistök gerði hann innanvallar og hinn norski Kvarme var tekinn út úr liðinu í framhaldinu, þrátt fyrir að Evans hafi verið mjög þolinmóður gagnvart kalli og leift honum að spila áfram í mánaðartíma þrátt fyrir mjög slæm mistök í vörninn. Drengurinn var svo seldur fljótlega.Meira síðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home