sunnudagur, ágúst 24, 2008

Ýmist-eins og svo oft er skrifað á vinnuskýrslurJú Ísland vann silfrið í dag eða tapaði og fékk silfur...en það verður jú að greina kjarnann frá hisminu, ég var að hlaupa 10 km hlaup á laugardaginn í Glitnishlaupinu!

Gekk þolanlega, byrjaði full aftarlega og þurfti að hlaupa fyrsta kílómeterinn frekar rólega. (hefði sjálfsagt sprengt mig ef ekki hebbði þetta ágæta fólk hlaupið þetta svona rólega og haldið aftur af mér)

En endaspretturinn og meðfylgjandi myndir bera það með sér að gnægð var af orku til að klára þetta hlaupa á betri tíma en raunin var.

Myndirnar eru settar fjórar saman og teknar hinumegin við götuna með mjög skömmu millibili.-smellið á til að stækka upp og lesið meðfylgjandi texta að neðan!

Mynd nr.1-Óþekktur maður í mynd á sér enskis ills von, er nokkuð "save" með 278. sætið
Mynd nr.2-byrtist ekki úr "djúpinu" stórnefur í rauðum bol með allt of mikið keppnisskap.
Mynd nr.3-(ath að hér líða innan við 2 sek á milli mynda smkv myndaskrá,) stórnefur sést bakvið manninn en það glittir einungis í nebbaling (myndinni hefi verið hleyptupp svo þetta sjáist betur.)
Mynd nr.4- móðir mín og frænkur bíða enn, en ég er mættur fyrir aftan þær án þess að þær tækju eftir neinu, slíkur var hraðinn er ég þaut hjá!

Þess ber að geta að Bjarney og Elías hlupu 10 km ásamt karli föðurmínum 62 ára gamall.

Einnig hlupu Adda og Þórhallur 21 km. 3 km fóru svo Móðir mín með silfurmjaðmakúlurnar, Ívar 7 ára og Helga 34 ára ásamt frænkum mínum Eyrúnu og Hrund.

Helvíti skemtlegt og skora ég á fólk að taka þátt í þessu, þetta er einstök upplifun.

3 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Þetta var ótrúlega gaman. Ætla svo sannarlega að bæta tímann minn næst.

En maður var nú svolítið þreyttur þegar líða tók á daginn.
Kannski maður eig að taka það alvarlegra að byggja upp forða fyrir hlaupið og gúffa í sig pasta o.þ.h.?

11:25 f.h.  
Blogger Refsarinn said...

Mikilvægt að gera ráð fyrir því að maður þurfi aðeins að leggja sig eftir þessi átök. Það flýtir líka öllum bata.

3:19 e.h.  
Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Klukk

(kíktu á bloggsíðuna mína)

1:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home