mánudagur, ágúst 18, 2008

Aðeins bara 10 kílómetrar, eins og segir í laginu.


Nú líður að Glitnismaraþoninu. En að vísu ætla ég bara að hlaupa 10 km.
Nú stendur undirbúningurinn í hámarki, fór af því tilefni út að skokka áðan og hljóp (óvísindalega mælt, á bíl)4,5 km á tímanum 23-25 mín (óvísindalega mælt, því ég leit á el(g)dhúsklukkuna áður en ég hljóp út og kíkti svo á hana um leið og ég kom inn aftur)

Menn halda kannski að ég hafi lítið hlaupið, en ég var í vetur í skokkklúbbnum Skokkrok. Við lögðum af stað með fögur fyrirheit um að hittast á laugardagsmorgnum og skokka létt og fara í pottinn. Fórum 3svar sinnum og í eitt af þessum þremur var 13 gráðu frost, þetta var í janúar 2008.

En gangi okkur vel í þessu hlaupi þar sem gleðin verður við völd. Pabbi ætlar að taka 10 km föstum tökum og Bjarney og Elías líka. Þórhallur og Adda skella sér svo í 21 km. Ég ætla hér með að setja á mig pressu og hafa það sem markmið að ná 10 km á tímanum 45 mín eða undir!

2 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Þú ert greinilega hörku skokkari. Við Elías fórum í gær 5 km á 35 mín og þótti okkur það ekki slæmt.

Ég setti mér það markmið að fara 10 kílómetrana á klukkutíma en líklegast er einn og hálfur tími nær raunveruleikanum. Ojæja, við sjáum til hvernig fer.

3:04 f.h.  
Blogger Refsarinn said...

Já 45mín er vel hlaupið. Minn besti tími er 47:57mín en ég hef líka meira að bera en þú. Gangi þér allt í haginn.

8:36 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home