mánudagur, júlí 21, 2008

Lindarpaprikur

 

Hér eru paprikurnar mínar og Ívars orðnar dálaglegar, en ennþá grænar.

Sáðum fræjum af appelsínugulri papriku í mars eða apríl, geri ráð fyrir að þær verði þá appelsínugular líka þessar??
En þær eru orðnar þetta 5-6 cm í þvermál.
Bráðum þarf ég að fara að eta þetta og gefa því smkv talningu eru þetta um það bil 10 paprikuplöntur sem gefa af sér smkv talningu sonarins (tvítalið) 88 stk. paprikur, sé tekið mið af þeim blómum sem svo verða að papriku.

Spennandi!
Posted by Picasa

4 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Glæsileg uppskera. En það er nú þannig (hjá mér a.m.k) að ekki verða öll blómin að paprikum.

Við settum niður fræ af rauðri papriku og höfum nú þegar snætt 2, eina rauða og eina græna. Namm, namm.

Í rannsóknarskyni voru 2 paprikur rauðar látnar vera á einu trénu til að sjá hvort þær yrðu gular. En þær uðru það ekki heldur fóru að skorpna eftir töluvert langan tíma.

Nú er á einu trénu hjá okkur 6 paprikur að vaxa, það er nýtt met!

2:15 f.h.  
Blogger Refsarinn said...

Vá þetta verð ég að prófa.

Set fram þá tilgátu að æxlunar kross af rauðri og grænni papriku (það er báðar arfhreinar um grænan/rauðan lit) gefi appelsínugulan :Þ

2:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Djöf. gengur á hérna? Er þetta orðinn grænmetisvefur???

Keyriði dr.-inn heim

Dr.

4:14 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Meira PÖNK!!

6:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home