mánudagur, júní 23, 2008

17. júní.


Frábær 17. júní afstaðin (dálítið seinn á mér hér með blogg). En fór í fyrsta skiptið í 3-4 ár á Rútstún okkar Kópavogsbúa. Þar var margt um manninn og öll skemmtan hin besta. Ungviðið undi sér í leik og starfi, við hin sleiktum sólina þegar tími gafst í brekkunni mót sviðinu og keyptum kandíflos fyrir 500 kall eða eitthvað álíka, en enginn lét það skyggja á fölskvalausa gleðina hve sælgætissölur staðarins mökuðu krókinn sinn.

Um kvöldið kíktum við svo aftur út á tún og ekki var stemningin síðri þá. Þar rak ég augun í mann sem ég hafði ekki séð lengi, tók mynd af honum en hann snéri sér leiftursnögt er ég smellti af, svo ekki sést framan í hann. Hér er því spurt, hver er maðurinn? Þess ber að geta að leiftrandi danshæfni hans var góð svo eftir var tekið. Maðurinn er vinstramegin á myndinni.

10 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Ekki kenni ég manninn vinstrameginn en þetta er klárlega Aggi Feiti þarna við hliðina á honum :Þ

6:08 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Jú líklega, tekið fyrir bootcamp ævintýr þeirra félaga.

2. visbending:
Maðurinn vinstrameginn þekkir vel afmælisdaga okkar mannana.

7:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hefði sjálfur gizkað á mig sem þann hnellna en kannaðist ekki við jakkann þannig að ég er lenz.
Hinum næ ég engri tengingu við.

Kveðja, BootCamp Róbótinn.

8:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eða jú hvurt þetta er Axel sjálfur?

Kveðja, Vélmennið.

8:02 f.h.  
Blogger Refsarinn said...

Djö mar getur verið að Aggi fxxxi lesi bloggið þitt bróðir kær. Hefði aldrei kallaðann fitubollu ef ég hefði vitað það.

1:02 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

He he... lol ..bloggið lifir!!

Hér færast menn nær sannleikanum, tel að Aggi fyrirgefi þér nafngiftina (sem hann gaf sér sjálfur reyndar)

En ekki er það Axelinn.
3. vísbending:
Hann gekk með okkur í skóla og er árinu eldri en sá er þetta skrifar.

3:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Humm humm, er hér ekki hinn hagyrti & taktfasti prestssonur á ferð???

Dr.-inn

5:13 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Jú Dr. hefir klárað dæmið!! Prestssonurinn er málið, Þorgils Hlynur Þorbergsson.

3:36 f.h.  
Blogger Refsarinn said...

OK en hvað er hann að gera þarna með Agga?

3:40 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Þeir eru aldagamlir vinir. Skipuðu dúettinn Aggi og Gils in the ´80!! Hefði verið árið 1989 þarna á rútstúninu hefðu þeir ekki verið á meðal áhorfenda.

6:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home