laugardagur, febrúar 02, 2008

Uppfærsla


Ég finn það svo sterkt að bloggið er að hafa sigur af Facebookinu.

Ég hefi því uppfært blogglinkana hér til hliðar. Þórhallur heldur úti tveimur síðum, Njörður er að vísu búinn að loka sinni, en vonandi fáum við eitthvað frá honum fljótlega. Sváfnir er kominn á fullt og svo hótaði Erpur okkur með bloggum en hefur lítiði gert eftir það.

Eyrún frænka er komin með nýtt blogg og Bjarney hefur haldið velli nokkuð vel. Blogg drottningin er þó Irpan sem hefur aldrei snúið baki við blogginu þrátt fyrir að hafa stundað Facebookið nokkuð duglega : )

En bloggarar allra landa, Ifil ðiggolB!!

Með kveðju, bbúlgroZ

3 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Jú facebook er ekkert nema innihaldslaust kvikk fix sem skilur mann eftri tómann og tilfinningalega holan eins of eftir næturgaman með gleðikonum.

8:41 f.h.  
Blogger Van De Kamp said...

hmmm... spurning hvort Irpan sé annaðhvort NETFÝKILL mikill eða kannski bara VANRÆKT af eiginmannslufsunni sem stundar boltann af miklu kappi MARGA daga í viku ;)

10:24 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Jú það er sannleikskorn í þessu hjá ykkur báðum : ) En Bnakarinn er náttúrulega helskorinn, tanaður og flottur, þökk sér hreyfingunni : )

2:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home