fimmtudagur, desember 06, 2007

Toggi T

Áskotnaðist þessi frábæra bók Þorgríms Þráinssonar, Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusamari.

Þar fer hann í gegnum þetta sem titillbókarinnar ber með sér, og stundum fer hann í dálitlar krókaleiðir að því að gera hana hamingjusama, t.d. þegar hann segir að maður skuli passa að pottskaptið standi ekki út af eldavélinni því börn eru forvitin og geta kippt í pottinn.

Hér eru nokkur heilræði frá þessari fyrrverandi knattspyrnuhetju og nú ritsnillingi:

"Það er óviðeigandi að spyrja konuna hvort hún hafi haldið framhjá"
"Ef þú kannt ekki að setja lín á sængur og kodda skaltu taka þér tak."
Í næsta heilræði er aungvu líkara en umferða Einar sé á ferð:
"Hafðu V-in 3 í huga. Vinátta. Virðing. Væntumþykja"
"Ekki nota sólgleraugu innanhúss. Töffaraskapurinn er þá kominn í hringi og kúlið hverfur."
"Ekki segja eitthvað undir áhrifum áfengis sem þú getur ekki staðið við edrú"
"Taktu aldei þátt í drykkjukeppni, farðu frekar í sjómann ef þú þarfnast athygli"

Látum þetta heita gott í beli...meira síðar.


4 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Skildi ég hafa lesið þessa bók skildi ég vera mikklu betri maður en eg er í dag. En djö skildi ég hlægja ef einginn skildi svo kaupa hana.

2:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þoggi er Guð. Punktur.

May the Gylforce be with you...

4:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með nýju bókina. Þvílíkur hvalreki.

3:52 f.h.  
Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Hlakka til að sjá meiri fróðleik.

Gætu leynst gullmolar til að ota að eiginmanninum.

12:20 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home