sunnudagur, nóvember 04, 2007

Alveg agætir utvarpsþættir


Veit ekki hvað það er en ég á mér uppáhalds útvarpsþætti um þessar mundir, hefur ekki gerst síðan að Ásgeir Tómasson kynnti 10 vinsælustu lögin á Rás 2 1983.
A-J er þáttur sem er á föstudagskvöldum og hef ég dottið á hann nokkrum sinnum og hlegið oft dátt af þeim Jóhanni G og Atla en báðir eru þeir leikarar. Annar útvarpsþáttur er svo á rás 1 á sama tíma, en það eru þeir Botnleðjugaurar sem eru með Pollapönk. Nú svo er yfirferð trommarans í hljómsveitinni Mínus yfir rokksöguna á Íslandi. Rúsínan í enda pUlsunnar er svo þáttur Ingólfs Margeirssonar Bylting Bítlanna sem ég er að hlusta á í 3 eða 4 sinn. En það sem kemur nú á óvart hjá Ingólfi Margeirsyni eru staðreindavillurnar í frásögninni af þeim 4 frábæru. T.d. þegar hann segir að Lennon afkynni lag á tónleikum, en það er G. Harrisson, svo textarnir sem hann túlkar á svo ýktan hátt hálft væri nóg.

Í síðast þætti fer hann ofan í textan í Drive my car: Þar segir Ingólfur í túlkunninni á textanum "maybe you can drive my car" sem á auðvitað að vera
"Baby you can drive my car
Yes i'm gonna be a star
Baby you can drive my car
And baby i love you"

Og svo bætir Ingólfur við að viðlagið endi svonai "Bee bee bee bee yeah" eins og kjúklingur segir hann...sem er auðvitað "beeb beeb osfrv"...sem er skírskotun í bílflautuna, geri ég ráð fyrir. Þetta er svo sem ekkert stórmál, en manni finnst að svona mikill bítakall ætti að geta farið rétt með texta ofl.

2 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Ég var aldrei viss hvort þeir sungu "And baby I love you" eða "And maybe I love you"

Þetta er nú ekki svo skýrt hjá þeim, ha.

9:30 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

arnar arnar arnar...
svo segir á wikipediu:
The song's male narrator is told by a woman that she's going to be a famous movie star, and she offers him the opportunity to be her chauffeur, adding "and maybe I'll love you." When he objects that his "prospects are good", she retorts that "working for peanuts is all very fine/but I can show you a better time." When he agrees to her proposal, she admits that she doesn't have a car, "but [she's] found a driver and that's a start."[1]

According to McCartney, "'Drive my car' was an old blues euphemism for sex".[2]

Kveðja, Fat

5:50 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home