föstudagur, ágúst 24, 2007

Ofsóknir


Það er ansi magnað, en ég hef orðið fyrir ofsóknum. Það er nánast sama hvert ég fer eða hvað ég geri, allsstaðar er Þórólfur Árnason að sniglast í kringum mig!!
Nokkur dæmi:
Ég fór á völlinn um daginn, sá UBK mót KR, ég kem 5 mín of seint, sest ofarlega í nýju stúku Kópavogsbúa, mínútu síðar kemur Þórólfur og sest fyrir framan mig!! Ég ákvað að hlaupa 10 km á menningarnótt, er ekki Þórólfur einn af þátttakendum í 10 km, kom reyndar svolítið á eftir mér í mark he he... : )
Ég fór á Fram-UBK, Þórólfur mættur! JÁ!

Ég fer í Laugardalslaugina, (þetta hefur gerst oftar en einu sinni og oftar en tvisvar) Þórólfur í sturtunni!!
Ég fæ mér pulsu í pulsuvagni, Þórólfur er maðurinn sem kemur á eftir mér...

Hér eiga engar ýkjur sér stað, aðeins er um staðreyndir að ræða, það er meir að segja mynd af honum á blogginu mínu!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home