þriðjudagur, apríl 03, 2007

Menn og málefni


Þetta er Garðar Bergdal, rafbylgjuforingi!!

Ef þið eigið í stinningarvandræðum eða í erfiðleikum með svefn, talið við Garðar, hann sér um sína.

Td. segir Hjálmar Guðjónsson í Varmahlíð eitthvað á þessa leið að hann hafi fótbrotnaði fyrir nokkrum árum og sé með víra í löppinni sem hafi valdið honum vandræðum, nema í þeim húsum sem Garðar er ekki búinn að koma í.

Helga Árnadóttir Kópavogi segist laus við Exemið.
Óskar Grímsson Sauðárkróki gefur Garðari 10 í einkunn, sést ekki ló á gólfinu og allir sofi betur eftir að Garðar lét sjá sig með fínu vírana sína.

Endilega kíkið inn á síðuna hans Garðars þar er margur fróðleikurinn um skaðsemi rafbylgja.

4 Comments:

Blogger Pooran said...

Lof sé drottni!

Hvar værum við smælingjar án Garðars?

6:18 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

fundvís ertu drengur
N.

2:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

... ég er ekki frá því að ég sé bara aðeins skárri í skeifugörninni eftir að hafa skoðað síðuna hans Garðars.
N

2:18 e.h.  
Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

he he. Hann kom í vinnuna mína fyrir nokkrum árum síðan. Gekk um allt húsið með pinana og snéri við klóm í innstungum (og naglalakkaði til að allt væri nú sétt rétt í ef taka þyrfti úr sambandi). Ljósaperum var einnig snúið við (þið vitið þessar ílöngu).

Sumir fundu mikin mun.

Eftir nokkra daga runnu á mig tvær grímur. Ég fór að fá undarlega tilfinningu í tennurnar og góminn. Gat verið að kallinn hafi fundið hversu skeptisk ég var á mælingarnar og ákveðið að hefna sín? Og þar með sanna það að þetta virkar?
Hið rétta kom þó í ljós, ég hafði nefninlega keypt mér rafmagnstannbursta á sama tíma og það var hann sem hafði þessi undarlegu áhrif á tennur og góm, ekki rafsegulbylgjur. Fjúff.

3:25 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home