þriðjudagur, apríl 17, 2007

Aulabrandarar og vorið


Ég var að komast að því að ég er svona gaur sem er alltaf að segja sömu aulabrandarana.

Ykkur til glöggvunar þá er ég með lítið dæmi: Þegar ég þarf sokka á fæturna mína, segi ég alltaf við Helguna, "jæja mig vantar Bobby soks (veit ekki hvernig það er skrifað)" og þegar vissar aðstæður koma upp vitna ég í t.d. bíómyndatitla...t.d. About Smith, þegar verið er að tala um einhvern og forsetningin UM kemur við sögu, þá er ekki úr vegi að snara því yfir á enskuna, og bæta við Smith, og þá er maður orðinn rosalega fyndinn og óþolandi um leið!!

Kveikjan af þessu að ég áttaði mig á vandamálinu var nú sú að í sjónvarpinu er þáttur sem heitir Ómur af Ibsen og ég náttúrulega snöggur að grína og segja Ómur af Iben (fyrir þá sem ekki vita er Iben kærasta litlabróður míns)...en þegar ég var búinn að segja þetta þriðjuvikuna í röð, settist ég niður og bloggaði um þetta vandamál mitt.

Myndin hér að ofan er tekin fyrir c.a. mánuði síðan, umhleypingasamt veðrið gerði það að verkum að í sólinni þar sem ég stóð mátti varla sjá í Esjuna fyrir kafaldsbyl, fallegt.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Maður á alltaf að segja sömu brandarana aftur og aftur því á endanum verða þeir fyndnir

3:27 f.h.  
Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Gott svar bnakarinn. Ég á það nefnilnega svolítið til að segja svona sömu hnittnu tilsvörin oftar en 3x.

1:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sviðsvinnan hefur gert þig að Simma

4:08 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er nú akkúrat þetta sem er svo skemmtilegt við þig foringi, áfram með aulabrandarana! (Nema kannski mind the gap)

6:37 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home