þriðjudagur, mars 27, 2007

Valdfíkn

Við búum á Rauðalæk 6. 5 metrum sunnar er Rauðalækur nr. 4. Þar býr geðsjúki póstberinn.

Það vildi svo til að þetta skilti hér til hliðar, búið til af handverkskonunni Helgu, sagði til um hverjir byggju í kjallaranum, en það eru og hafa verið Arnar, Helga og Ívar Fannar síðast liðin 6 og hálft ár og þessi kona hefur borið út allan þennan tíma hér og hefur búið þarna við hlið okkar og heilsað okkur lengst af þann tíma sem við höfum búið hérna.

En skiltið umrædda dettur af hurðinni við einn hurðarskellinn og verður fyrir smávægilegu hnjaski. Veitum við því frekar litla athygli fyrst um sinn.

Ekki fyrr en við fáum inn um lúguna miða frá póstinum um að það vanti merkingu sem valdi póstburðarmönnum erfiðleikum. Við höbbðum ekki þungaráhyggjur af þessu máli vegna nábýlissins, en eftir að við fengum annað svona bréf, handskrifað og merkt mér með fullu nafni, sem stóð á að póstur yrði endursendur ef ekki yrði merkt betur, tók ég við mér og handskrifaði á blað og límdi innan á gluggan, því eitthvað stóð á viðgerðinni á handverki Helgu.

Daginn eftir er dálaglegur bunki á gólfinu af gluggapósti og ítrekunum?!! Ég sem afburða skilvís maður skil hvorki upp né niður í málinu. En rennur þá upp fyrir mér ljós!! Kerlingaruglan og nágrannapóstútberandi helv... t.... hefur haldið eftir pósti og það bara heima hjá sér, bara til að sýna hver ræður!!!

Þetta olli því að ég þarf að borga af þremur reikningum sem eru komnir í ítrekun o.þ.h. með tilheyrandi aukakostnaði, bara af því að snillingurinn sem ber út póstinn hér í hverfinu er með spítukupp í rassalingnum og nær honum ekki út!!! @"#/%$/()=&!!

Við höfum hringt og gert smá mál úr þessu og svörin eru þau að ekki meigi bera póst í hús nema að hurðin sé merkt, sumir póstburðarmenn sveigi reglurnar, en hún EKKI!!!

En er löglegt að halda pósti svona til haga, spyr ég??

5 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Nei hún má ekki geyma póstinn ykkar heima hjá sér.

2:07 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahahaha...ógeðslega fyndin kona! Eða sagan öllu heldur :) Greyið þið samt...eins skilvís og þið eruð örugglega öllu jafna!

5:53 f.h.  
Blogger Van De Kamp said...

Skemmtilegur nágranapóstútberandi.. Soldill valdafíkill... Borgar sig greinilega ekki að valta yfir Fröken Nágranapóstútberanda.. Skemmtileg saga engu að síður fyrir okkur hin ;)

7:46 f.h.  
Blogger Þorkatla said...

Þegar ég flutti fyrst til Danmerkur var þetta svaka mál að hafa póstkassann merktan, annars fékk maður ekki póst, það er líka Danmörk,beuraktratiskaríkið.
Þegar við fluttum svo heim aftur spáði ég ekkert í þetta. ÉG held að húsið hjá okkur hafi ekki veri merkt síðan það var byggt, nema með númeri, og alltaf fengið póst. Hefur þetta ekki með að gera að hún bara man ekkert eftir þér!!!!

10:47 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Góður en óþægilegur punktur Þorkatla : )

3:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home