þriðjudagur, desember 12, 2006

Siminn


Margir hafa sagt farir sínar ekki sléttar í viskiptum við Símann. Ég er að lenda í einu slíku núna og hef verið í meilsambandi við þjónustufulltrúa frá þeim.

Ég fékk mér Skjá sport fyrir rúmu einu og hálfu til tveimur árum síðan. Fer í Símabúð í Smáralind, fæ afhendan myndlykil og til þess að fá hann var ég beðin um kennitölu, sem ég gef fúslega upp, enda ekki kennitöluhræddur maður.
Lykillinn er minn, mér gengur óvenjuvel að tengja hann og enskiboltinn streymir til mín sem aldrei fyrr. Svo líður og bíður, næsta tímbil hefst, mínum mönnum spáð óvenju góðu gengi, en okkur verður lítt ágengt. En núna í byrjun des fæ ég send ÍTREKUN heim...ógreiddir reikningar af Skjásproti 2005 og svo 2006 c.a. 4 stk slíkir reikningar. Það er símanr og email neðst á blaðinu sem segir mér að hafa samband ef eitthvað er óljóst í málinu, sem ég og geri. Ég segi þeim að mér þykir skrítið að fá allt í einu ítrekun á það sem ég hafi aldrei verið rukkaður fyrir. En það var einmitt málið, ég hafði aldreigi verið rukkaðu um Skjásport fyrr en í ágúst 2006 og svo alla mánuðina eftir það, og hafði staðið mína plikt þar. Þá kemur það í ljós að þeir eru með mig skráðan á Bragagötu 34, þar bjó ég 1998, þar höfðu einhverjir reikningar farið, að þeirra sögn. Ég bið þá um að fella niður vexti af þessu og ég skuli borga þetta upp. En nei nei nei það er ekki hægt. Reikningarnir eru allir sendir í heimabanka og þar eru þeir látnir malla og safna vöxtum og ekki er hægt að gera neitt við þá eftir það.

Ég hef ítrekað reynt að fá þá til að viðurkenna mistök sín í þessu máli, að ég hafi ekki beðið um að láta senda reikningana í heimabankann (sem maður þarf víst að biðja um ef maður vill pappírslaus viðskipti). Ég hafi ekki verið beðinn um neitt annað en Kt. þegar ég fékk myndlykilinn og ég hafi flutt af Bragagötu 34 1998. En þessir andskotar vilja ekkert gera í málinu, segja mistökin liggja hjá mér.

Ég er svo heppinn að lögfræðingur Neytendasamtakan býr við hliðina á mér, ætla ég að bera þetta mál upp við hana og sjá hvað setur. En í guðsbænum ekki fá ykkur neitt frá þessu andsk...fyriræki!!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

8 framsettir knattspyrnumenn á miðjum aldre bíða eins og litlir drengir eftir boltamyndum - en þá kemur bara einhver Jóhannes Gunnarsson og fer að tuða um þjónustu Símans. Hvar eru myndir! Og hana nú!
Tek samt undir tuðið - þeir sem ekki fá vinnu né geta verið í skóla fara að svara í símann fyrir Símann. Það er greinilegt.

5:34 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

aldre átti að vera aldri

5:34 f.h.  
Blogger Hildurina said...

Þetta eru glæpamenn, ekki gefa þig og fáðu góð ráð. Hef lent í svipuðu með Íslandssíma og svo Ogvodafone... ekkert grín!

6:48 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hvað er að Kewell? - hann er á svipinn eins og hann hafi fengið óvænta heimsókn inn um bakdyrnar
N.

7:14 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home