mánudagur, október 23, 2006

06.06.06.




Ég er alltaf að verða þess vissari um að ég er mikill Bubba M aðdáandi. Hann er líklega eini íslenski tónlistarmaðurinn sem ég á til að smella í cd-spilarann og vínylinn ef þannig liggur á mér, að öðrum íslenskum tónlistarmönnum ólöstuðu.

Hann hélt upp á 50 ára afmælið sitt með miklum myndarbrag í Laugardalshöll og var tónleikunum sjónvarpað und alles á Stöð 2. Ég missti af þessum merkisviðburði, en stökk á DVD-diskinn sem kom út nú nýverið. Á þessum tónleikum kemur hann fram með öllum sínum þekktustu böndunum MX-21, Das Kapital, Utangarðsmenn og Egó ofl...og leikur með þeim flest af sínum þekktustu lögum. Einnig kemur Bubbinn fram einn með kassagítarinn sinn inn á milli.

Skemmst er frá því að segja að ég varð fyrir dálitlum vonbrigðum með þessa tónleika. Gaman er reyndar að heyra sum lögin sem hann hefur ekki flutt í langan tíma, eins og Afgan af Fingraförum, Skyttan með MX-21. Og auðvitað er gaman að sjá Egó, Das Kapital og Utangarðsmenn í sinni upprunalegu mynd. En þar liggur líka lítill hundur grafinn (hér er linkur inn á síðu Bændablaðsins, www.bb.is, um minnsta hund í heimi sem var grafinn upp)

Bubbinn tók þá ákvörðun að spila með sínum upprunalegu hljómsveitarmeðlimum í staðin fyrir að láta Gulla Briem eða Adda Ómars tromma allan pakkann og Guðmund Pétursson og Kobba bassaleikara spila með sér hnökralaust, heldur eru þarna menn sem eru mis vel upplagðir og í mis góðu formi hvað spilamennsku varðar, Pollock bræður, Beggi Morthens, Rúnar Júl og Maggi trommari svo einhverjir séu nefndir á nafn.

Fyrir utan það að Bubbi kann ekki sína eigin texta eða lög þá fannst mér trommuleikuri Utangarðsmanna greinilega ekki hafa spilað mikið síðan þeir komu saman fyrir 3 árum c.a. Allar innkomur og hvernig lögin enda voru frekar illa æfð og það á ekki bara við Utangarðsmannapakkann. Stríð og friður nýjasta hljómsveit Bubba kom hvað best út úr þessu.

En ég þekki menn sem voru að vinna á þessum tónleikum, og oftar en einusinni taldi hljómsveitin í lag og hófu að leika lag, þá snéri Bubbi sér að hljómsveitinni og er eitt spurningarmerki í framan og segir, "hvaða lag er þetta??"

Tvisvar a.m.k gerðist það svo að Bubbinn ruglaðist í texta, hann fór einu sinni í einhverri æðissviðsframkomunni yfir á næsta svið (um tvö eða þrjú svið vara að ræða) hljómsveitin og textablaðið á hinu sviðinu svo að hann byrjaði af dálitlu óöryggi á einhverju erindinu og bullaði bara eitthvað eins og t.d. hér segir: "...læknirinn var miðaldra, augun í honum voru grá, það átti að setja Lillu í raflost..osfrv...." blandaði saman erindum. Sándið á kassagítarnum hjá Bubba var líka eitthvað sem fór aðeins í mig.

En hér er auðvitað um eina töluvert umfangsmikla tónleika að ræða og þeir eru sendir út í beinni útsendingu og svo er þetta gefið út á DVD, svo kannski maður getur fyrirgefið mistökin. En ég sem neitandi er ekki alveg sáttur við útkomuna.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

"En hér er auðvitað um eina töluvert umfangsmikla tónleika að ræða og þeir eru sendir út í beinni útsendingu og svo er þetta gefið út á DVD, svo kannski maður getur fyrirgefið mistökin"
Ég mundi segja að það væri enn meiri ástæða til þess að gera þetta almennilega. Það er fullt af fólki að borga góðan pening fyrir þetta bæði fyrir miða á tónleikana og DVD dótið.
N.

10:53 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Jú rétt er það minn kæri herra N, en ég tel að þarna hafi farið ýmislegt úrskeiðis, vegna þess að um 1 tónleika var að ræða og um beinaútsendingu hafi verið að ræða, ekki eins og gerist kannski og gengur með tónleika upptökur fyrir DVD-útgáfu (erlendis), þá eru menn kannski á tónleikaferðalagi og taka upp marga tónleika í röð en velja svo það best út úr til að hafa á disknum...

5:05 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home