fimmtudagur, september 07, 2006

Fótbolti, drottning íþróttanna

Fór á landsleikinn og varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum með liðið okkar, tók einungis þrjár myndir.

Kannski óþarfi að tala um þetta, en ég sat í línu(þar sem línuvarðarbjáninn hefði átt að vera) við varnarlínu Íslendinga og þetta var rangstaða á danska liðið, ekki spurning í fyrsta markinu. En andskotans danirnir áttu í raun að vinna okkur stærra, við gátum ekki neitt!! Auðvitað átti Eiður að skora í stöðunni 0-1 en hann gerði það ekki kall anginn.

Danirnir léku við hvurn sinn fingur,urðu aðeins stressaðir þegar Eiður fékk boltann annars voru þeir bara sallarólegir og tóku bara boltann af okkur þegar við gátum ekki sent 5-10 metra án þess að klúðra því. Þeir gátu alltaf fundið samherja, tóku boltann í rólegheitunum niður eftir útspörk, fengu nægan tíma til að athafna sig, við gátum ómögulega haldið honum innan okkar liðs, ef við þá fengum boltann.

Munurinn á okkur og þeim liggur meðal annars í því að við eigum Eið en þeir hafa 4-5 gaura sem eru álíka hættulegir og Eiður, Rommedhal, Gravesen, Agger, Jon Dahl og máski fleiri...og hinir eru rosalga sjálfsöruggir að geta haft þessa kalla með sér í liði, eðlilega!

Indriði virkaði rosalega tæpur gegn hinum sprettharða Rommedahl, Hermann var líka óöruggur. Jóhannes Karl barðis vel og hljóp mikið en það kom lítið út úr því, hann lét teyma sig oft of langt út úr sinni stöðu, en hann barðist allavegana og var að atast í Gravesen. Það vantar einn góðan miðjumann sem getur búið eitthvað til. Jóhannes og Brynjar eru ekki alveg nógu skapandi, en Jóhannes á að leika þann gaur, gengur kannski á móti lélegri andstæðingi??

En stórleikur helgarinn komandi hlítur að vera baráttan um Liverpoolborg...ég ætla það að Liverpool taki þá bláklæddu, tja 3-1, en þeir eru sýnd veiði en ekki gefin (tek það fram að ég þoli ekki þennann frasa!!)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home