laugardagur, september 16, 2006

Allt að gerast



Eins og segir í fyrirsögn þá er allt að gerast.

Drengurinn minn litli orðinn 6 ára og byrjaður í skóla.

Liverpool -Chelsea á morgun og Breiðablik að gera jafntefli við Fylki, hefðu þurft að vinna, vonandi ná þeir að halda sér uppi í efstu deild, einn leikur eftir mót Keflavík.

HK, mitt gamla félag hefur loks náð því að komast á þann stall að leika á meðal þeirra bestu, spurning að fara að draga skóna fram á ný, held samt ekki : ).

Óperusýningin Brottnámið úr kvennabúrinu eftir Mozart frumsýnd 29. sept. hjá okkur í óperufélaginu, líklega stefnir í skemmtilega sýningu þar. Frábærir söngvarar og létt yfir sýningunni og ekki svíkja aríur Wolfgangs okkur krakka nútímans. Myndin er tekin á kynningu á vetrardagskrá Óperunnar þriðjudaginn 12. sept.

Uppsetning að ná hámarki um þessar mundir, flestum brellum leikhúsins til tjaldað svo við getum orðið stollt eftir sýninguna og áhorfendur sem borga áttfalt tímakaup verkamannsins til að komast á frumsýninguna verði ánægðir.

Sjálfur er ég að hefja nám í Tónvinnsluskóla Þorvalda Bjarna , eða námskeið (Tónvinnsla) sem mun standa í 3 mánuði. Þar mun ég læra helstu klækjabrögðin í upptökutækni ásamt ýmsu öðru er viðkemur tónlist.

Ekki má gleyma því heldur að hljómsveitin Band nútímans hafa dustað af sér rykið og hefur a.m.k. hist einu sinni og æft!! Þeirra helsta afrek, fyrir utan það að koma saman aftur, er að lenda í öðru sæti í Múskitilraunum 1983 á eftir Dúkkulísunum. Um þetta skrifar Dr. Gunni hér þ.e. múskitilraunir og þessa tíma er Band nútímans voru upp á sitt besta, eigum við kannski eftir að sjá þeirra besta??.

Bara til upprifjunar, þá voru tölvuleikir eins og þessi hér til hliðar vinsælir 1983 , Sinclair Spectrum: )

2 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Það er eitthvað með þennan tíma árs, alltaf svo mikið að gera.

1:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að sjá að þú hefur nóg að starfa og lætur rifjaveikina ekki draga úr þér þróttinn.

9:59 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home