sunnudagur, ágúst 20, 2006

Listamenn


Hann Njörður, einn öflugasti bloggari okkar tíma, segir hér frá keppni í formi sjónvarpsþáttar sem hún Leoncie okkar er að taka þátt í úti í hinum stóra heimi, samskonar keppni og hann Magni er í. Auðvitað sendum við Leoncie baráttu kveðjur ef þessi þáttur á þá einhverja stoð í raunveruleikanum.

Mig hefur lengi langað til að sanka að mér efni eftir hana stelpuna og einnig efni eftir trúbadorinn úr Kópavoginum, hann Ingólf eða Insol eins og hann kallar sig. Ég gekk svo langt, af því að erfitt er að nálgast efni eftir hann í öllum betri plötubúðum, að ég varð mér út um símanúmerið hjá honum svo ég gæti nálgast tónsmíðar hans, en ég hef ekki látið verða af því að hringja í hann. Hins vegar hringdi í mig geðþekkur maður um daginn, hann kynnti sig til leiks og sagðist heita Gylfi Ægisson. Hann vildi ólmur selja mér tvær geislaplötur og aka þeim heim í hús til mín. Önnur af þeim var barnaplata (man ekki alveg hvað hún heitir) og svo var það nýjasta platan hans Gylfa, "Léttur og hressss" (eins og hann bar þetta fram sjálfur, dróg ess-ið dálítið í endan). Mér fannst verðlagið hjá kallinum ekki heillandi svo ég setti frekari innkaup til hliðar.

En til að létta áhugasömum eftirvæntingu þá er linkur inn á síðuna hennar Leoncie hér
þar getur maður nálgast tímalausu tónverkin hennar. Sterkasta lag síðustu plötu Prinsessunnar (Invisible girl) er tvímælalaust Come on Viktor Í þessu lagi syngur hún til Viktors síns og reynir að blása í hann lífi með kvattningar orðum, (eins og titill lagsins gefur sterklega til kynna) og biður hann að segjast vera ástmaður hennar, og biður hann að segja sér sannleikann og græta hana ekki. Stutt sóló um miðbik lagsins liftir laginu upp í aðrar hæðir. Hún fer hamförum á skemmtarann og lagið er gott vitni um það vald sem hún hefur á rödd sinni.

5 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Hvað er þetta með hana Leoncie? Ég hef aldrei náð að átta mig á henni. Er hún snillingur, brjálæðingur eða bara svona óskaplega úr takti við allt og allt? Ég hlustaði á lagið sem þú bentir á og það söng í hausnum á mér þessar 20 mín sem það tók mig að komast frá tölvunni heima og í vinnuna, en núna get ég ómögulega kallað það fram aftur.

3:56 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég á efni með Insol ef þig vantar það

4:49 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Bnakari, komdu með það hið fyrsta til mín vinur minn : )

5:52 f.h.  
Blogger Hildurina said...

Skoðaðu þessa http://myspace.com/leoncie annars skildist mér að hún hefði verið sýnd í "glataðir keppendur" kaflanum sem hlegið er sem mest af!
knús

4:53 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég útí heimi þekki krakka sem eiga Gylfa allt að þakka

n

5:54 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home