föstudagur, júní 09, 2006

Sundferð í Laugardalinn





Við feðgarnir skelltum okkur í sund í morgun, erum báðir í fríi og á leið til útlanda á morgun : )

Nú við háttum okkur og skellum okkur í sturturnar og hefst þvottatíminn. Á móti okkur í sturtunni er eldri maður, dálítið framstæður. Sökum framstæðu á hann sjálfsagt í smá vandræðum með að ná til sumra parta líkamans svo hann bætti upp slæma hreyfigetusína og þvær sér því með stórum trébursta, með mjúkum hvítum hárum. Eins og maður gerir fylgist maður með náunganum og hef ég auga á þessum manni. Hann skrúbbar sig hátt og lágt og er svona gleiðbrosgrettinn í framan af ánægju og vellíðan yfir því að vera strokinn svona ákveðið með burstanum sínum fína.

Ég sný mér nú að mínum eigin líkama og hef þvott. Eftir nokkur andartök er mér svo litið á Ívar sem er vinstrameginn við mig, þá er hann með augun föst á karlinum með kústinn. Ég lít við á karlugluna og skil hví. Því þarna hafði maðurinn skipt um bursta, ég sá rétt í annan endan á skaptinu en sá endinn er sá um þryfin greindi ég frekar trauðla, því hann var nánast allur á milli rassskorunnar á honum. Þarna stendur hann, hallar sér c.a. 30 ° fram og ekur burstanum af miklum móð á svæðið þarna á milli fóta sér aftan við...þegar burstinn kemur í ljós sé ég að þetta er venjulegur uppþvottaburstu sem maður notar við uppvaskið heima við, svipar mjög til þess hérna til hægri nema hvað burstinn hans var hvítur.

En þetta var semsagt maður sem tók ekki bara með sér handklæði og sundskýlu í sund, heldur bursta og það tvo!! Langaði að deila þessu með ykkur þarna úti.

4 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Magnað maður magnað! Brosgrettan hefur þó varla verið vegna þess að hann hefur verið að njóta þessa nudds. Getur ekki verið gott að skrúbba gyllinæðina með uppþvottabursta. Mín tilgáta er að hann hefur verið að rifja upp notarlegar minningar frá Bubbatónleikunum.

3:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nú þýkir mér týra, detta mér flestar látnar lýs, líst mér á kauða og nú dámar mér ekki. Grasekkill í nokkra daga og ekki að sökum að spyrja, rís úr öskustónni sem aldregi fyrr og ræðst á ritvöllinn sem 7 vetra geldneyti er nýsloppinn er úr vetrarlangri dvöl í misþrifnu fjósi. Sagan er þrælagóð.
Ísbjarnarblús er frábær. MB Rosinn sérstaklega, gaman að hlusta á það + hljómleikaútgáfuna á víxl. Nennti ekki að skrifa þetta á réttum stað enda skrifin orðin löng. Hætti við frekari anal lýseringu á Kristbirni.
Megi gæfan fylgja ykkur í útlandinu.

4:19 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Hafiði þökk fyrir drengir mínir, þökk...

4:24 e.h.  
Blogger Villi said...

Nottulega tær snilld, bara spurning hvað konan segir þegar hún fer að sakna burstans góða úr uppvaskinu, eða kannski er honum laumað þangað aftur hljóðlega...

4:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home