miðvikudagur, júní 07, 2006

Spurning um smá kalk meðferð


Vesalings karlinn hann Cisse, hér sjáiði hvernig fór fyrir honum karl anganum í leik við Kínverja, ekki fyrir viðkvæma. Mjög skrýtið að sjá þetta því hér er um nánast endurtekningu á því sem gerðist fyrir c.a. ári síðan! Leiðinlegt fyrir okkur Liverpool menn (sem og Cisse), því við vorum í þann mund að losna við hann til Marseille, spurning hvort hann þori inn á völlinn á ný?

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Svona fer þegar menn drekka ekki næga mjólk.
Ég sat á hótelherbergi mínu í Sofiu og horfði á þennan hrylling. Fann til með karlinum þó aldrei hafi hann svo sem hrifið mig á knattspyrnuvellinum. Verð þó að segja að hápunktur leiksins var sjálfsmark Kínverjanna. Með þeim glæsilegri sem ég hef séð.

Hafið það gott á Ítalíunni.

12:56 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Takk fyrir það, þú ert í Sofiu já...ég sá ekki leikinn, en þeir töluðu um ósannfærandi sigur Frakka.

Hafðu það gott sjálfur í henni Sofiu : )

3:13 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home