mánudagur, júní 26, 2006

Italia

Er ný kominn þaðan, þar sem ég gat horft á alla leikina á HM í beinni í opinni dagskskrá. Á kvöldin var afar skemmtilegur þáttur á dagskrá, tveir tímar bara um HM. Hann byrjaði alltaf eins. Ein ooofsalega hugguleg ljóska stóð við hliðina á aðalstjórnanda þáttarins, sem var svona Bubbi Morthens hittir Egil Eðvarðsson í útliti, sköllótur og vel produseraður í útliti, með blá gleraugu og ofl, vel til hafður allur. En hann opnar þáttinn og býður gott kvöld(bon djorno) ofl. svo snýr hann sér að ljóskunni fínu, og hún kynnir fólkið sem sitja þarna og ætla að vera til taks og umræðu um það sem gerðist í leikjum kvöldsins. Ásamt þessum mönnum sem þarna sitja eru þeir með stóran skjá aftast í settinu þar sem hægt var að komast í samband við þýskaland og lýsarana þar. Frábært prógram og hefði verið enn betra hefði ég skilið eitthvað af því sem þau voru að segja.

Þegar ljóskan hefur svo kynnt þessa 5-6 viðmælendur gengur hún fremst í settið vinstramegin á skjánum sest þar á barstól og situr þar allan tímann meðan mennirnir ræða sín á milli leiki dagsins. Stöku sinnum, sem var gott fyrir mig sem skildi lítið í tungumálinu, þá var myndavélin sem tók víðustu skotin, keyrð frá hægri til vinstri eða öfugt, og þá enduðu þeir eða byrjuðu skotin á henni vinkonu minni og héldu því skoti oft í dálaglegan tíma á meðan hún daðraði við vélina með kankvísu brosi eða augnblikki. Þarna sat hún, öll kvöld og gerði það sama, yndislegt.

2 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Mikið er þetta nú fallegt af þeim að leyfa stúlkunni að vera með.

2:05 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æ, hvað þetta er nú fallegt. Heldurðu væri munur ef reglulega væri skotið á Bjarna Fel þar sem hann sæti á barstól og daðraði við vélina? Ítalirnir kunna þetta.

8:44 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home