fimmtudagur, júní 08, 2006

Besta platan


Mér datt í hug, sem áhugamanni um tónlist, að festa hugrenningar mínar um ákveðnar plötur á bloggið mitt fína.

Besta plata Bubba er ágætt að byrja á. Mesta hetja vora tíma í popptónlistinni, hefur haldið konungstigninni frá því hann hóf atvinnumennsku í þeim geira tónlistar í kringum 1980.

Fyrsta platan hans, Ísbjarnarblús, var ansi góð og er skemmtilegt að hlusta á hana við og við því hún er svo "handspiluð" og ekki miklum tíma eitt í upptökulegar pælingar eða fíniseringar, ekki nema vera skildi í laginu Ísbjarnarblús, þegar hann segir "ég fer með kíló af hassiiii... út í náttúruna og fíla grasið þar sem það grær...." Einhvernvegin svona hljómaði textinn en það kemur mikið ekkó þegar hann segir "hassið". Sjálfsagt hefur upptökumaðurinn legið yfir þessu með listamönnunum og þeim fundist þetta viðeigandi.

En ekki er þar um bestu plötu Bubba að ræða. Rokktímabilið sem fylgir í kjölfarið (reyndar er Ísbjarnarblús ansi rokkuð) Utangarðsmenn og Egó, góður tími fyrir Bubba, (Das Kapital kemur aðeins seinna, ekki eins vandað, en ágætt inn á milli) en ég þoli ekki þegar menn segja "ég vildi að Bubbi væri enn þá í Utangarðsmönnum!!" Það eru bréfhausarnir(eins og Daði hefði orðað það) sem segja slíkt. Bubbi væri þá bara eins og Rúni Júl eða nafni hans Þór, eða allt að því Herbert Guðmundsson, hefði hann endalaust verið að reyna að endurvekja Utangarðsmannafílinginn 50 ára gamall sem hann er í dag.

Bubbi er góður rokkari enn þann dag í dag, það sannaði hann (fyrir mér allavegana) þegar hann gaf út safnplötu fyrir nokkrum árum og sendi svo með þeim diski 5 lög aukalega, sem hann söng með Botnleðju, Ensími og fleirum ungrokkböndum þess tíma.

Ég er mjög hrifinn af Egó ímynd og Geislavirkir en best plata Bubba að mínu mati er Kona eða Fingraför. Þar er hann lágstemdur og þar er hann eitthvað svo þægilegur. B-hlið Fingrafara er sérstaklega góð, en Konu platan finnst mér vera góð öll í gegn og einhver góður minningaflaumur sem fylgir henni, fyrir mig. Þannig þegar upp er staðið er það, KONA.

2 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Ég er bréfhaus og pladan 45rpm er tímalaus klassík með fingraför fast á hælunum. Eftir það er þetta bara drulla.

6:08 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Bréfhaus!!

8:20 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home