fimmtudagur, mars 23, 2006

Það er komið að því; Annel

Annel sá ég fyrst sparka í bolta 2-3 ára gamlan, ég og Daði tókum hann upp á okkar arma og fannst þarna vera mikið efni á ferðinni. Við lögðum fyrir hann knattþrautir sem hann, að okkar mati leysti ótrúlega vel. Annel fór svo að æfa fótbolta með Breiðabliki en hætti svo nokkru seinna vegna meiðsla og eymsla í hnjám, ef ég man rétt. Það tognaði svo úr kalli og hóf hann sinn feril á ný.

Ég hef eiginlega bara spilaði með Anneli innanhús og þar fer hann oft á kostum, sérstaklega í markinu, þar sem hann bjargar oft á undraverðan hátt dauðafærum. Þessa hæfni hefur hann úr handboltanum þar sem hann þótti vera efnilegur. Mín skoðun er nú sú að hann ætti að reyna sig þar á ný. Annel er baráttuhundur og hleypur mikið og tekur fast á mönnum, ekki öllum til janfmikillar ánægju og honum. Ég get trúað því að hann sé góður varnarmaður, í utanhúsfótbolta (á stórum eins og maður segir), og minnir hann mig oft á Rio Ferdinand eða Sami Hyypia, stór og sterkur.

En það sem helst er að leik Annels er það hann hætti að æfa fótbolta of snemma og hefur ekki spilaði "alvöru" bolta í einhverri annari deild en utandeildinni. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég fór sjálfur að spila í deild (eftir að hafa spilaði í allmörg ár í utandeildinni) , að vísu bara í 3. deildinni, en þar er spilaður meiri "alvöru" fótbolti. Hraðinn er mun meiri enn í utandeildinni og það þarf að halda sér í formi fyrir leiki og þar eru oft ágætir knattspyrnu menn innanum, sem hafa kannski hætt að spila með liðum sínum í úrvalsdeild vegna tímaskorts en halda sér við með svona hálfalvöru bolta eins og er í 3. deildinni. Ég skora því á hann að taka eitt tímabil í 3. deildinni(eða 2. 1. eða úrvalsdeild) og öðlast þar meiri þroska sem knattspyrnumaður. Því maður sér það á handboltamarkmannshæfileikunum (langt orð) að hann hefur náð dágóðum frama þar, vegna þess á hve háum standar hann æfði þar.

Annel er ungur á og nóg eftir og hann á meira inni en það sem við höfum séð til hans. Hann þarf bara að komast í hóp með leikmönnum sem reyna meira á hann (en menn á aldrinum 32-58 ára, þó að hann læri náttla sína lexiu hjá okkur, ekki spurning) og þá mun hann vaxa sem fótboltakall.

Vona að þetta dugi að sinni og ég sé ekki að móðga neinn og þurfi að hlusta á glósur í næstu leikjum sem ég spila við ykkur : )

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fallegt, fallegt.
Mér finnst aðal styrkur Helgans liggja í baráttunni og hörkunni. Hann er náttla vandræðaunglingur og hefur lengi verið, en það er einmitt það sem gerir hann að eðal íþróttamanni.

það er kannske hann sem á að kenna okkur 'eldri' strákunum og ekki öfugt, vegna þess að harka í okkar augum hefur fengið status sem blótsyrði. Veit ekki veit ekki.

Eða eins og kirkjuvörðurinn í Landakoti sagði, þegar hann var svo indæll að elta Gréssa Gúmm uppi, sem hafði skilið okkur frændur eftir á aflýstum fundi; "þetta er spursmál, t'er spursmál". Þá var hann að efast um að maðurinn sem sat undir stýri í svarta ameríska Ford Taurusnum yfir höfuð myndi taka eftir okkur, eða spá í, af hverju bílflauta blés alla leiðina frá vesturbæ Reykjavíkur til vesturbæjar Kópavogs!
Túrinn endaði á Sæbólsbraut 26 og Grétar Guðmundsson skildi ekkert í neinu.

svarti maðurinn

12:19 f.h.  
Blogger Refsarinn said...

Löng og heiðarleg úttekt kæri bróðir þú ert góður í þessu. Það er ekki vafi í mínum huga um að Annel eigi fullt ennþá inni og hugmyndin um 3 deildina finnst mér góð. Kannski ég lokki hann bara með mér i sumar. Það eru enn þá nokkur ath. sem ég gleymdi að nefna við þig í seinasta bolta og kem til með að taka þá fyrir þegar þeir koma :)

12:27 f.h.  
Blogger hvitifolinn said...

takk fyrir góðar ábendingar ánnægður með hreinskilnina og ekki einusinni láta þér detta í hug að láta þér liða illa útaf þessu menn þurfa stundum spark i rassgatið og hafa bara gott af því takk kærlega fyrir stóri frændi og ánægður en og aftur með hreinskilnina
kv nelli prik

5:34 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Já ég vona að þessir pistlar mínir séu ykkur gott veganesti út í lífið : ) Njótið vel...

1:05 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Skemmtileg sagan af Gressa Gúmm...hví fá þessar sögur, sem við hin höfum mist af, ekki að njóta sín á bloggi yðar, Daði minn???

1:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home