laugardagur, mars 15, 2008

Dagsljós 199?

Kiddi nokkur sem býr á Egilsstöðum, er diskódansari, líkkistusmiður og rekur vídeóleigu allt þetta í félagi við móður sína og föður. Diskódansinn stundar hann þó alfarið sjálfur og tekur upp á vídeó. Á vísi punktur is segir frá fyrstu ferð hans til útlanda nú nýverið nánar tiltekið Jamaika. Þar hefur hann slegið í gegn og tekið smá diskó sjóv fyrir fólkið (eins og hann orðaði það), þeir eru víst að notast við svipaða dansa þar ytra, að sögn Kidda. Bara að maður hefði þessa danshæfileika.

En ég segi bara, HORFIÐ!!


7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kiddi diskó kann þetta. Allir út á gólf að æfa sporin hans!

Dr.

12:48 e.h.  
Blogger Refsarinn said...

Sjáið bara samhæfingu handa og fóta þetta er bara magnað.

4:06 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já hann er magnaður. Hann er líka kallaður Kiddi píka, afsakið ruddaskapinn. En ég er hræddur um að hér sé fiskur undir steini. Undir kraumar raðmorðingi, barnanauðgari og mannæta. En hann saumar út.

7:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nafnlaus er altso Diddson.

7:04 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Tja ljótt er ef satt er minn kæri Diddson. Er einhvur fótur fyrir þessu segirður?

En ég hef ekki þessa danshæfileika, að geta sveiflað fótum og hreyft hendur á víxl, ég hef þetta bara ekki!

8:49 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Minn kæri Addson, ég ábyrgist bara viðurnefnið sem ég nefndi í fyrri athugasemd. Hann er örugglega ljúfasti maður. Ef hann væri persóna í bíómynd þá er ég nú hræddur um að hann hefði margt gruggugt að leyna...ekki satt? Diddson.

9:52 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

jú rétt, mér fannst þetta einmitt svo líklegt, þessvegna spurði ég minn kæri Diddson : )

3:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home