mánudagur, febrúar 18, 2008

Veður


Nú er svo komið að þjónusta við veðuráhugamenn verður stórbætt hér á síðunni. Ekki bara geta menn sótt sér veðurupplýsingar á bbc-veðurvefnum hér til hliðar, heldur er Einar Sveinbjörsson kominn með link hjá mér, veðurblogg.

Fyrir þá sem ekki vita þá var ég ekki hár í loftinu er ég hóf að gá til veðurs.
Auðvitað átti maður sér uppáhalds veðurfræðing, líklega sá vinsælasti hefur veirð Trausti sem var með nýjungar við veðurlýsingar sínar og fékk að launum skemmtiþátt með Guðna Kolbeinssyni. Það kenndi okkur nú þá lexíu að auðveldara er að vera fyndin við vissar aðstæður en aðrar (ef hægt er að taka svona til orða). Ég hef haldið tryggð við Pál Bergþórs eftir að ég fékk Veður-bókina í jólagjöf frá Gúndý ömmu, einnig fékk ég bókina Hvernig viðrar frá Benna í 32 ára afmælisgjöf, það voru ekki eins margar myndir í þeirri bók svo hún var ekki jafn góð.

3 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Þjónustustigið hjá þér bara hækkar og hækkar.

3:44 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Austurland að Glettingi...

Dr.

5:09 f.h.  
Blogger Pooran said...

Með þessu hefurðu fært pervertisma ekki bara inn á nýtt svið heldur nýjar víddir. Alveg hreint magnað framtak.

10:09 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home