laugardagur, febrúar 16, 2008

Jæja, boltinn farinn að rúlla

Drengurinn 7 ára kominn í 7. flokk Breiðabliks og æfir 3x í viku við bestu aðstæður sem völ er á á Íslandi í dag.
Í dag var svo mót í Keflavík. Gríðarlegur fjöldi leikmanna var þarna saman kominn, eða um það bil 100 strákar að leika fyrir hönd Blika. Ívar lék vel á mótinu en lið hans reið ekki feitum hesti, töpuðu 5 leikjum unnu 1 og gerðu eitt jafntefli, en gleðin var við völd.


Takið vel eftir yfirferðinni á leikmanni nr. 7 sem nær ekki boltanum fremst, en er svo mættur til bjargar í vörninni. Minnir óneitanlega á fyrirliða Liverpool manna, Steven Gerrard, en þarna fer Ívar Fannar mikinn!

Allir fengu svo medaliu í lokin og voru glaðir.
Þarna eru þeir frændur eftir mót. Arnar Þór gekk á milli liða á meðan mótinu stóð og skráði niður úrslit leikja. Hann stóð sig með stakri prýði og reyndi hvað hann gat að fá upp úr mér úrslit á leikjunum sem voru búnir og ég gat ómögulega munað hvenig höfðu farið.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

yndislegt yndislegt! & pabbinn rólegur á hliðarlínunni???

Allir á völlinn & ekkert hik - & áfram Breiðablix!


Dr.

5:04 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

He he, náði að vera nokkuð slakur, öskraði samt nokkur velvalin orð inn á völlinn einungis til kvattningar og jú nokkrar velvaldar hlaupaleiðir fyrir leikmenn :)

8:28 f.h.  
Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Gaman að þessu. En mikið eru þetta stífar æfingar, 3x í viku. Er þetta venjulegt hjá þessum fótboltakrökkum?

12:39 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

3svar í viku, tja ég veit ekki, mér heyrist eins og þetta sé 1 x oftar en gengur og gerist, samt ekki viss. Þetta er klukkutími í senn og þeir hafa það gaman af og ná fljótt árangri með þessu. Þetta er á góðum tímum, kl. 18 mið, kl. 19 fös og svo 11 sunnudagsmorgun. Hér í Kópavoginum er líka svo stutt í allt, tvær knatthallir til sitthvora handa ofl... : )

1:15 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home