miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Tónvinnsluskóli Þorvaldar Bjarna

Tónvinnsluskóli Þorvaldar Bjarna-þetta er linkur inn á lagið fína, það er nr. 9

Jæja þá er loksins komið að því!! Tónvinnsluverkefnið mitt og tveggja félaga minna.

Lagið er unnið upp úr formúlu Bon nokkurs Jovi, (intro, vers, intro vers, viðlag intro osfrv...) textinn er frasar og lagaheiti úr Bon Jovi lögum. Við tókum þennann pólinn bara til að vinna út frá einhverju og þetta fannst okkur vera ágætt grín.

Lagið er tekið upp í Studio Sýrlandi, Atli syngur aðal röddina..., sjálfur tek ég undir í viðlögum og radda þegar við á.

Eiður bassaleikari Todmobile spilar á bassa, Gunnar gítar (Sól dögg), Trommuleikur er í höndum Óla Hólm (Todmo og Ný dönsk, Dúndurfréttir ofl...), Stefán hljómborðsleikari leikur á hamond orgel (Buff) Upptökur voru í höndum okkra þriggja, Arnar, Atli og Kobbi, höfundar lags og texta.

6 Comments:

Blogger BbulgroZ said...

Ég gleymi hér þætti Þorvaldar Bjarna, sem mixaði og masteraði, bið hann velviðrðingar, þar sem hann er jú fastur lesandi af síðu minni...nei djók.

2:41 f.h.  
Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Til hamingju með lagið!

Fínasta lag. Þetta er eitt af þessum lögum sem manni finnst maður hafa heyrt áður. Viðlagið einfalt og grípandi þannig að maður er fljólega farin að syngja með.

Gef ykkur 2 stjörnur af 3 mögulegum.

(Frekar pirrandi var búin að skrifa kommennt en það bara dettur ekki inn. Svo ef annað komment svipað þessu kemur frá mér þá er það vegna tæknilegra örðugleika og skrifast á tæknimanninn)

2:50 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Ég þakka : ) gaman að fá comment, ég verð ekki sár ef menn ganrýna þetta af hörku. Nokkrar staðreyndir um lagið:
- það er samið á 15 mín c.a.
- Atli (söngvarinn við ) tók lagið upp heima já sér
-við kommentuðum á það og breyttum
-tekið upp ofan í það sem Atli var búinn að gera af professional köllum og við bestu aðstæður hér á landi.
-Ég náði aldrei neinum takti við þetta lag! Það er, kannski ágætlega grípandi en ég átti erfitt með að heyra hvernig því væri best borgið, hverju mætti bæta við eða breyta við upptökurnar á því.
-Þetta dæmi allt var samt eitthvað það skemmtilegasata sem ég hefi gjört : )

5:06 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ömurlegt lag, þú hefðir átt að spila á öll hljóðfæri sjálfur og semja lagið alveg einn

9:07 f.h.  
Blogger Van De Kamp said...

Er nú EKKI sammála BNAKARANUM að lagið sé algerlega ÖMURLEGT er hinsvegar sammála Bjarneyju að það er eins og maður hafi heyrt þetta áður... Fínasta útkoma þó miðað við hversu langur tími fór í að skella því saman... BNAKARINN er nottla ekki hrifinn af neinu nema eigin BANDI... Hefði E-Moll eitthvað haft með lagið að gera hefði það skorað feitt hjá Mr. BNAK

10:00 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

he he...já dálítið sjálfhverfur tónlistarmaður þar á ferð hann Bnak : )

10:35 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home