þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Hlaup


Við feðgarnir fórum og tókum 10 km á Menningarnótt(dag) og kláruðum það með elegans!!

Ég var að gera þetta í fyrsta skiptið og ég held að þetta sé ég þarna á myndinni sem er svona frekar niðurlútur á milli tveggja manna. Ég held að þarna séu um 6-7 km að baki.

Þetta var gríðar skemmtileg, stemningin er einstök. Til marks um átökin þá er ég farinn að geta gengið nokkuð eðlilega í dag, þriðjudag.

Hlaupið hefst og maður er dágóða stund að komast yfir rásmarkið sökum fjölda þátttakanda, við bræðurnir vorum t.d. rétt tæpa mínútu að komast yfir rásmarkið. Svo tekur alvaran við og maður reynir að skauta framhjá þeim er fara aðeins hægar en maður sjálfur og kvatningarópin alla leiðina hjálpa mikið.

Svo er maður að þreifa á þessu alla leiðina, hræddur við að fá hlaupasting og þurfa að stoppa eða hreinlega að springa, hvenær skal bæta í og slíkt. Ég var heldur illa búinn hvað skófatnað varðar og var með aðeins of mikið af cheeriosi í maganum, svo hraðinn var miðaður við eins og hlaupastingurinn leifði.
Hápunkturinn er svo að reyna að vera ekki alveg að drepast þegar maður hleypur inn lækjartorgið og í mark, en þar er til staðar fjöldi áhorfenda sem klappar saman höndum og kvetur mann yfir endamarkið.

Heyrst hefur að Bjarney systir ætli að spreita sig a.m.k. við 10 km að ári og þá stefni ég á að ná þessu undir 40 mín!!

3 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Já ég ætla að stefna á þess 10, ekki get ég verið minni hlaupari en bræðurnir og pabbi...

Þið voruð alldeilis flottir á þessu með ágætan tíma og allt.

1:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hljóp þetta á 31.mín í morgunn
bættu það,

2:37 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Þetta líst mér á!! Bjarney hefur staðfest grun minn um hlaup og Bnakarinn hefur dregið fram skóna, þetta eru stórtýðindi!!

2:39 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home