miðvikudagur, maí 09, 2007

Tónlistarlögreglan!!

Eitt kvöld núna í apríl er ég að raula fyrir munni mér lagið sem hann Eiríkur okkar Hauksson mun syngja í Júróvision á fimmtudag og vonandi aftur á laugardag. En viti menn þegar ég varbúinn að raula svona þetta fyrir mér og kominn að sólókaflanum, renni ég mér fimlega inn í annað lag, en það er lagið I will survive. Undir þessu myndbandi hér er þetta lag, upprunarlega, og svo neðar er júrólagið, þið getið prófað að blanda þessu saman. En með öðrum orðum, þá er júróvision lagið svona líka hel-stolið!!

Munið hvar þið heyrðuð þetta fyrst.3 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Því miður, ég bara heyri þetta ekki.

En myndbandið með Jesú er hillaríus! Þegar hann kastar klæðum, maður minn, það gerist ekki flottara.

1:24 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Tja já þetta er máski of súið, en ef þú tekur sólókaflann úr I will survive og flautar hann á meðan Eiríkur kirja sitt lag (maður þarf að hægja það um helming) þá áttarmaður sig á þessu, kannski of langsótt hm.. : )

3:50 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ha ha ha myndbandið með Jesú var frábært.. Fékk samt nett sjokk og held ég sé enn með hjartsláttartruflanir úff.. var búin að hækka í botn og komin í diskófíling þegar sjokkið kom ;)

4:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home