fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Músík





Nú er seinasti hluti tónvinnslunámskeiðissins að hefjast. Upptökur!!

Tveggja til fjöguramanna hópar voru myndaðir fyrr í vetur, út frá tónlistaráhuga, aldri ofl...var okkur gert að semja lag saman. Ekki er sjálfgefið að menn geti orðið skapandi í svona tilbúnum hópum, en hópurinn minn fórum þá diplómatísku leið, til að byrja einhverstaðar, að semja út frá "hit" formúlu sem er kölluð Gullna formið. (Hún er poppformúla nútímans, eins og t.d. Sonata er eða var eitt form tónlistar, sem menn sömdu eftir, t.d. Wolfgang og fél.)

Mörg lögin eru samin út frá þessari svokölluðu gullnu formúlu í seinni tíð. Formið myndaðist af sjálfum sér. Ákveðið mynstur var að finna í þeim lögum er féllu vel að eyrum fólks síðast liðin 35-40 ár. Tónlistarmenn fóru svo að semja lög í þessum anda og fylgdu reglunni gullnu í von um að ná eyrum fólks. T.d. viðurkenndi ákveðinn tónlistarmaður það fyrir okkur að hafa samið Eurovision lag með þessa formúlu í huga, lagið var sungið af Sylviu Nótt.

Gaman var að takast á við formið og tókum við Bon Jovi lag sem er einmitt samið í anda gullna formsins(tilviljun eða hvað???), og höfðum það til hliðsjónar.

Við tókum upp Demó (prufutöku) heima við út frá þessum forsendum, með tveimur gíturum, bassa sem var spilaður inn á hljómborð, og trommum af trommuheila frá Reason forritinu sænskættaða (eitthvað sem við erum búinn að mennta okkur í á námskeiðnu fína).

Demóið hljómaði dálítið eins og af ættarmóti Bon Jovi ættarinnar en það var samt einhver annar fílingur kominn í það, sem var vel.

Við fáum aðgang að Studio Sýrlandi, drottningu hljóðstudioa á Íslandi og einnig eru topp hljóðfæraleikara útvegaðir okkur til hand til að spila lagið okkar inn. Ólafur Hólm (Ný Dönsk, Dúndurfréttir ofl.) spilaði inn trommurnar í kvöld. Við spilamennsku hans og okkar input í hans vinnu gerðist margt spennandi. Tónmyndin sem kom við lifandi trommuleikinn kom okkur blessunarlega frá Bon Jovi familíunni og meira í félagskap Niels Young sem hittir fyrir fríðleikspiltana úr Mosfellsbænum, Gildruna.

Þetta voru fyrstu upptökur, bassinn spilaður inn í næstuviku, kannski gerist eitthvað nýtt og spennandi þá.

Loka niðurstöðu getur svo að heyra á heimasíðu skólans, ætla ekki að gefa upp slóðina fyrr en ég er sáttur við útkomuna, en einnig getur eitthvað af þessu fengið spilun í útvarpi og útgáfa hjá Senu ef allt leikur í lyndi, geri mér nú litlar vonir um það og erum heldur ekkert að rembast í þá áttina.

Allar myndir teknar af Arnari í Sýrlandi, nema þessi af Niel Young, hann var ekki á staðnum

5 Comments:

Blogger Smútn said...

Þetta hljómar sannarlega spennandi. Hlakka til að heyra úkomuna. Dauðöfunda þig af þessu námskeiði...

1:40 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er nú aldeilis skemmtilegt. Vonandi verður þú það ánægður með útkomuna að þú setjir link inn á síðuna hér.

3:33 f.h.  
Blogger Refsarinn said...

Afhverju tók það Njörð bara þrjá daga að fara á toppinn aftur?

7:45 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vér bíðum spenntir eftir eyrnakonfektinu.
Annars stóðst ég ekki frýjunarorð þín um eigið blogg og setti inn færslu sem nota bene tengist eyrunum líka. Tilviljun? Ekki aldeilis myndi Dirk Gently samþykkja það.

8:40 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað þarf maður að vera duglegur að Blogga til að færast ofar á þessum lista???... Og hvursvegna er Irpan ætið klesst saman við aðra???...

10:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home