sunnudagur, nóvember 19, 2006

Fyrsti snjórinn

Fyrsti snjór vetrarins hér syðra féll í nótt. Flest ætlaði um koll að keyra, móðir mín var við það að fresta matarboði um kvöldið vegna veðurs, og Dóri hefill þurfti að ræsa Caterpillarinn óvenju snemma til að riðja snjó þennan morguninn.

Flest höfum við nú gaman af snjónum svona fyrst um sinn á veturna og menn og konur, ungir sem aldnir sleppa fram af sér beislum sem við búum okkur til svo að við séum ekki hlaupandi alsber um strætin eða gera aðra óskunda. En þessi fyrrgreindu beislum er sleppt þegar snjórinn kemur og þarna má sjá virtan grunnskólakennara vera sem í lausulofti en slík var gleðin á meðal mæðginana. Myndin prenntast illa svo að forgrunnurinn verður full frekur á við aðalefni myndarinnar, en ljósmyndarinn náði ekki að fokusera augnablikið þar sem beislinu sleppti. Einnig langar mig að deila með ykkur því að ég dró þennan brauðhleif út úr Rafha ofni mínum rétt fyrir miðnætti, fallegt er það nú.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var virkilega skemmtilegur dagur í gær. Og í dag tekur maður út harðsperrur í baki.

3:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

óskundi er skemmtilegur.
Þú hefur gaman af þessu http://www.thebeatles.com/hearlove/index.php
ekkert mál að skrá sig og hlusta frítt.
N.

3:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

"...sleppa fram af sér beislum sem við búum okkur til svo að við séum ekki hlaupandi alsber um strætin..."

Tíhíhí... Þessi var góður.
Ég er enn að þurrka hláturtárin úr augunum.

6:59 f.h.  
Blogger Refsarinn said...

"Að taka út úr rafa ofninum sínum". Tengist það eitthvað salerninu eða er þetta bara bauð sem við sjáum hér á myndinni?

10:37 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home