föstudagur, september 29, 2006

Frægi kallinn


Ég var að velta því fyrir mér að hafa einn lið hérna inni sem heitir frægi kallinn/kellingin. Við höfum öll gaman af því að rekast á og sjá frægt fólk og hér ætla ég að segja frá því endrum og eins hver var frægasti maður dagsins.

Frægasti maður dagsins sem ég rakst á í dag er..... Hallur Hallson, fyrrverandi fréttamaður og Víkingur (íþróttafélagið), stóð fyrir framan mig í röðinni á Bæjarins Beztu í hádeginu í dag.

Fann ekki mynd af Halli Hallsyni hinum rétta, maðurinn á myndinni heitir Hallur Hallson líka svo við látum okkur hana nægja.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þetta er góður liður og ágæt mynd af kalli þó ekki sé hún af Halli

6:03 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Ástar þakkir : )

3:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home