sunnudagur, ágúst 13, 2006

Sommer is gone it didn´t last too long...





Úff...sumri tekur að halla og fríinu er lokið. Þetta eru erfið skref sem maður þarf að fara að stíga núna, vakna og fara til vinnu.

En fríið var yndislegt, HM í fótbolta gekk yfir og nú bíður maður bara í 4 ár en á meðan fær maður að horfa á enska boltann og svo kemur EM eftir 2 ár.

Fór til Ítalíu í júní með familíuna mína litlu, fengum gott veður og stemning þar hreint ótrúlega góð.

Átti svo ágætar stundir hér á landi í rigningu og stundum roki en stundum skein sólin.

Fórum svo í boði foreldra okkar til Danmerkur í viku og gistum í sumarhúsum í tilefni af 60 ára afmæli föður okkar. Ferðin var frábær og danskur bjór keyptur í Þýskalandi, braggðaðist eins og hunang.

Keypti mér helv... fína digital myndavél í fríhöfninni og mun ég vera óspar hér eftir að halda myndasýningar hér á blogginu, fyrsta myndaserían mun birtast á morgun. En hér gefur að líta myndir teknar á nýju fínu vélina. Sú til vinstri er af Bjarti að leika á gítarinn og ætla ég mér það að hann noti þessa mynd utan á umslag fyrstu sólóplötusinnar, hvenær sem hún kemur út. Daði er svo þarna í líki Súlunnar á myndinni til hægri. Ívar sonur minn fyrirsætan er svo þarna í upphafi pistils. Fyrir nördana er svo hægt að bera saman myndina af mér og Ívari á Ítalíu(tekin á gömlu 2,0 pixla vélina) saman við hinar þrjár.

1 Comments:

Blogger Hildurina said...

Kominn þriðjudagur og engin myndasería!? Er svona robboslega mikið að gera í Óðperunni?
Knús

7:51 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home