miðvikudagur, júlí 05, 2006

Sumar 2006

Rauðalækur, allt með kyrrum kjörum, fuglasöngur, nýslegið gras...En bíðið nú við, hvað er hér á seiði!!?? Jú hér vaknaði fjölskyldan við vondan draum.

Ég var staddur inn í stofu síðdegis, heyrði hljóð í flugu og sá að hún var innan á opnanlega glugganum hér til hliðar, þetta var geitungur!! Ég pota með skrjúfjárni í gegnum gluggatjaldið til að opna gluggan ögn betur og gefa dýrinu frelsi á ný en heyri þá mér til skelfingar að það eru nokkrir vinir hans fyrir utan og eru allta annað en hressir!!
Ég reyni nú samt að opna gluggan betur en maður lifandi það aukast bara hljóðin frá vinum hans fyrir utan!! Ég reyni að sjá betur út í gegnum gluggatjaldið og er þá ekki bara stærðarinnar geitungarbú þar á ferð sem ég hef verið að ýta í hvert skiptið sem ég reynda að opna gluggann ögn betur. Þarna höfðu þessir litlu sætu mannvinir komið sér þægilega fyrir, og líka við svefnherbergisgluggann, yndislegt er það nú dýralífið.

Búin hafa nú verið fjarlægð af þar tilgerðurm sérfræðingum í þessum efnum, en þetta er sjálfsagt ágætis lífræn þjófavörn sem ég mæli ekkert sérstaklega með.

5 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Myndar búskapur í Rauðalæknum! Hlýtur að vera dásamleg tilhugsunin um hve liltu munaði að þeir kæmu ALLIR inn til ykkar.

7:33 f.h.  
Blogger Hildurina said...

http://www.grapheine.com/futeboltv/
smá föndur handa þér Narri minn!
Hildurina

1:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hérna finnur maður þörf fyrir frekari tjáningu (frá síðasta bloggi). Vil óska húsráðendum innilega til hamingju með frábæran ræktunarárangur. Það hefur engum tekist að halda uppi vísitölugeitungafjölskyldubúi í áraraðir. (Var með mikla ræktun í Grundargerðinu fyrir 3 árum en þrátt fyrir háskólapróf í búvísindum þá drapst allur bústofninn hjá mér í kuldakastinu í hitteðfyrra). Annars bara allt rjómandi að frétta af kerlu, saknar ÍÓ minna og minna af ýmsum ástæðum en hugsar þangað með trega... GOOT! Ciao foringi :)

7:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég vísa snarlega á þann mikla geitungabana Kristin Briem sem lét sig ekki muna um það að stúta svona búi berhentur með gasbyssu að vopni. Sönn hetja þar á ferð.

5:47 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Ég segi eins og Halli og Laddi forðum, "...mér þætti gaman að sjá það..."

4:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home