miðvikudagur, júní 28, 2006

HM, svona var mín spá fyrir 8 liða : (

Gasalegir leikir framundan í 8-liða úrslitum...

Þýskaland-Argentína: Leikur sem verður örugglega skemmtilegur, tvö skemmtileg lið (skrítið að tala um þýska liðið sem skemmtilegt). Leikurinn fer í framlengingu og Argentína vinnur.

Ítalia-Ukraína: Ég væri til í að sjá Ítalina út. Leiðinlegir dýfingameistarar, en ætli þeir taki ekki Úkraínu 2-0

Brasilía-Frakkland: Úff maður, þetta er leikur. Ég hefi alltaf haft sterkar taugar til Brassana, skemmtilegir fótboltamenn sem hafa í gegnum tíðina ekki hugsað of mikið um varnarleikinn. Frakkarnir eru vaknaðir, vonandi sjáum við bara frábæran leik. Brassarnir áfram eftir vító!!

England- Porúgal: Portúgal með vængbrotið lið eftir að annaðhvort hafa verið sparkaðir út af í leiknum við Hollendinga eða sendir út af af spjaldaglaðasta dómara fótboltasögunnar. Englendingarnir eru vængbrotnir og geta ekkert gert í því nema farið að spila eins og menn, vona að svo verði. England vaknar og kemst áfram. 1 og 0

Nýr liður í lok hvers pistils hér og ber hann nafnið, skrítanasta nafnið.

Nafn dagsins er... Líkafrón.

3 Comments:

Blogger Hildurina said...

Hvaða blammeringar eru þetta um hina stórgóðu leikara ítalina!?

Þú ættir að skammast þín :)

knús Hildur

3:31 f.h.  
Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Þetta nafn sem þú settir í lokinn, verð að viðurkenna að ég skildi ekki alveg hvað þú varst að meina. Fannst of ólíklegt að þetta væri mannanafn, en af forvitni setti ég það inn í íslendingabók.is og viti menn upp komu 5 með þetta nafn. Ótrúlegt!

7:02 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Fyrirgefðu Hildur, tók það ekki inn í þetta dæmi að þú bærir svona sterkar tilfinningar til Ítalana, ég skammast mín : )

Líkafrón er magnað nafn, setningin "hann er Líka-frónsson" er föst í hausnum á mér, segir meira um geðsýki mína en þetta nafn reyndar...

7:02 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home