þriðjudagur, júní 06, 2006

060606

Njörður talar um tölurnar 666 í tilefni af þessum degi á bloggi sínu.

Mér dettur nú bara í huga að óska Bubba Morthens til hamingju með daginn sinn í dag, hann ætlar að halda upp á afmælið sitt í Laugardalshöllinni. Ég náði mér ekki í miða á tónleikana en ætla kannski, þess í stað, að skella mér á KR-völllinn og sjá KR taka á móti uppeldisfélagi mínu úr Kópavoginum, Breiðabliki. Gæti orðið skemmtileg rimma, eða eins skemmtileg og íslenskur fótbolti getur orðið. (þess ber að geta að ég spilaði aldrei með UBK, heldur fór mjög oft og sá þá tapa á Kópavogsvelli þegar Siggi Grétars spilaði með þeim, sem var reyndar mjög góður tími fyrir Breiðablik, en samt unnum við aldrei neitt, árin 1981-1984)

Bubbi heldur með KR, ég held reyndar að hann hafi ekkert vit a fótbolta...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Lánlausir Blikar!

N

4:03 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Nákvæmlega : )

4:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home