föstudagur, apríl 07, 2006

Vér mótmælum allir...

Ég var að "sörfa" á netinu og fór inn á síðuna hjá honum Herði frænda mínum, en þar komst ég að því að ég er líklega ekki neitt í sérstökum metum hjá honum, þar sem ég er sá eini af hans ættingjum eða vinum sem er ekki með blogglink frá hans síðu yfir á mína.

Þetta er náttla skandall og ef ekkert verður gert fer ég í harðar (hey sniðugt að segja harðar í þessu sambandi) aðgerðir. Ég gef málinu einn dag og ef engar breytingar eiga sér stað þá fer hann út af síðunni minni og ég kvet aðra bloggara til að gera slíkt hið sama!! : )

Sváfnir er að koma frá Frakklandi, þar sem hann sótti verklegt námskeið í mótmælum, hann hlítur að geta gefið mér góð ráð í svona mótmælaaðgerðum.

4 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Jamm þetta er hneisa eða er það hneysa?

4:36 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Hef ekki hugmynd um það hvort er : ) en allavegana er það annaðhvort!!

5:57 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

ég nenni samt trauðla að fara í html dæmið og taka Hörð út af hjá mér...: )
Letin verður mér að falli :(

5:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Fyndið ;-)
Hafði ekki áttað mig á þessu þó þú sért einn af mínum uppáhaldsbloggurum. Bæti snöfurmannlega úr þessu.

1:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home