laugardagur, apríl 08, 2006

Vorið


Ég hef aldrei og mun kannski aldrei skilja, þá áráttu fólks að þegar það vorar í bæ og maður sér loks fyrir endann á vetrinum, páskaliljur komnar upp úr frostsprunginni moldinni og maður er farinn að finna þefinn af grænkandi grasi. Þá taka menn sig til og græja sig í bílinn sinn fína og aka sem leið liggur upp í fjöll til að komast í snjó!! Til hvers að bíða svo lengi eftir vorinu og stinga svo af í burtu frá því þegar það loks kemur?? Maður spyr sig.

1 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Þarna er ég þér svo hjartanleg sammála. Rámar þó eitthvað í að hafa haft gaman af svona ferðum í gamla daga. En það er löngu fennt yfir það.

1:03 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home