sunnudagur, apríl 02, 2006

Litli tónlistarmaðurinn eða Sváfnir.

Sváfnir er afburðar knattspyrnumaður, það dylst engum sem hann sjá leika fótbolta. Drengurinn aldi mann sinn hjá ÍK og þar ríkti gullöld, því árgangur hans á árunum 1979-84(c.a.) unnu flest allt sem þeir gátu unnið. Þar innanborðs voru menn eins og Gunnar (þjálfari meistarflokks HK í dag) Björn Már sem hefði, ef ekki hefði verið til lím og eiturlyf, sjálfsagt skartað mörgun glæstum sigrum á íþróttavellinum.

Vissulega voru fleiri ungir og efnilegir menn undir stjórn Grétars Bergssonar sem gekk vel á knattspyrnuvellinum, en allflestir ákváðu að hætta að leika fótbolta frekar ungir að árum og snúa sér að einhverju öðru, þar með talinn var Sváfnir Sigurðarson.

Hann kenndi mér fótbolta úti á blettinum á Bjarnhólasítg 19 og fannst mér hann alltaf búa yfir svo mikilli leikni með boltann að annaðeins hafði ég aldrei séð og sá aldrei, ekki einu sinni í sjónvarpinu. Þetta reyndi ég að pikka upp ásamt mörgum ósiðnum sem ég held fram að hann hafi innrætt okkur Daða með, það að það skipti ekki máli að skora og vinna leikina, aðalmálið var að gera þetta flott og skemmtilegt.

Líður nú og bíður, Sváfnir sinnir sínum ferli ekkert af neinni sérstakri alúð, gerir meira af því að spila á gítar ofl þess háttar og reynir að spila fótbolta sér meira til gamans en að vera að æfa hann af kappi. En það fannst mér alltaf skrítið í eina tíð, að maður gat stundum dregið hann með sér í fótbolta og alltaf spilaði hann jafn vel og ef ekki betur en þeir sem við vorum að leika með, þrátt fyrir að hafa ekki farið í fótbolta í heilt ár eða meira.

Nú hefur aldurinn og ja kílógrömmin aðeins dregið úr snerpu og kannski getu hans til að leika sinn leik eins og hann gerði svo lengi vel. Nú finnst mér ljóður á hans leik vera sá að hann vill hanga full mikið á knettinum, hann getur vissulega prjónað sig í gegnum varnirnar en stundum þarf að velja rétta tímann til þeirra aðgerða, stundum er létt þríhyrningaspil betri leið en einleikur (eins og við gerðum in the old days). Úthaldið gerir líka það að verkum að hann tekur sér lengri tíma í að hugsa það sem hann ætlar að gera en ræðst ekki í aðgerðir strax, gera þetta í fyrsta, er mitt ráð til hans.

5 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Jú mikið rétt galdramaður með boltann og mikill sníllingur þar á ferð. Ekki hægt að krítisera mikið annað en aldur og aukakíló og hey! hver getur gerð að því?

1:45 f.h.  
Blogger hvitifolinn said...

kemur mer alltaf a óvart með góðum dómum og þvílikri fullkomnun arnies flottur pistill og byst ekki við því að neinn annar maður gæti tekið af þessum skriftumm í mánudagsboltanum

4:39 f.h.  
Blogger Smútn said...

Þakka hlý orð og já, þungbær einnig. ... mér finnst rýnir nálgast viðfangsefni með full þykkum vettlingum.

6:36 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Já Þetta segið þið núna "mér finnst rýnir nálgast viðfangsefni með full þykkum vettlingum." þegar aðeins Fjalar er eftir : ) ok. tökum vetlingana af ;)

9:05 f.h.  
Blogger Fjalar said...

Arnar er í vanda staddur þegar fjalla á um eftirstandandi bróðurinn frá Bjarnhólum. Hann er nefnilega að átta sig á því að maðurinn hefur enga fortíð sem leikmaður í knattspyrnu, hefur aldrei spilað meistaraflokksleik (nema sem markmaður) og eyddi sokkabandsárunum í kellingarsportinu blaki á meðan heilbrigðir ungir menn spiluðu fóbolta, og síðan lék hann golf þegar eldri menn léku sér utandeildar. En ég er spenntur að sjá hvort Arnar lætur þetta nokkuð aftra sér, hann er óþægilega glöggur...
En þessi hefndarþorsti Þórhalls gegn undirituðum er orðinn ansi sérstakur. Standandi á hliðarlínunni, gargandi; kyrkt'ann Emil, kyrkt'ann! Það er einhver Halli Höskulds í þessari gleði þinni!

8:30 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home