fimmtudagur, apríl 20, 2006

Gleðilegt sumar

Nú er sumarið komið samkvæmt almanakinu, lamadýrin fara að spretta úr kofum sínum og hlaupa um tún eftir margramánaðadvöl innandyra.

Sumarið gefur mörg góð fyrirheit, maður vonar jú að það verði veðursælt, fuglaflensan kemur mjög líklega vængjum þöndum inn fyrir landhelgina á næstu dögum, við vonum jú að það verði frjósamt fyrir bæði menn og dýr ofl í þeim dúr.

Sumarlögin fara jú að hljóma. Hvað gerir lög að sumarlögum spyr ég?? Jú oftar en ekki er í textanum eitthvað um sumarið og sólina, en þó ekki alltaf.

Dæmi um sumarlög:
Bubbi söng um að sumarið væri tíminn og í öðru lagi sem kom út á tveggjalagaplötu 1989 segir hann "sumarið er komið, með kjaftfylli af sól..." frekar glatað lag með lélegum eða hallærislegum texta en það er eitthvað við það sem fær mig til að hlusta á það, kannski þessi sumarfílingur sem hann nær að beisla í laginu. Hver man ekki eftir Sumargleðinni!!!
Ekki má gleyma lagi Mannakorna "það er komið sumar, sól í heiði skín, vetur burtu farinn, tilveran er fín..." lag sem að ég og Daði litli (Svartimaðurinn) hlustuðum mikið á á sínum tíma

Þetta var mín sumarkveðja til heimsins, góðar stundir.

4 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Já loksins er sumarið komið.
Hvað er með þessar skrúðgöngur á sumardaginn fyrsta. Er ekki nóg að hafa þetta á 17. júní?

1:40 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Tey - teygðu bar' upp hendur, sólskinið í. Því að sumarið er komið enn á ný....

Þeir spá allt að 18 stigum um helgina. Guð blessi Mannakorn

svartimaðurinn

3:55 f.h.  
Blogger Villi said...

Já, gleðilegt sumar, vinur minn, gaman að sjá þig og tala við þig. Það er spurning hvort sumarið sé ekki komið með kjaftfylli af snjó frekar en sól...

9:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þú gleymdir einu lagi "Í sól og sumaryl" (G.Æ.)

2:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home