laugardagur, mars 25, 2006

Bestu knattspyrnuleikir sögunnar

Ég var að velta þessu fyrir mér og tveir leikir komu strax upp í hugann. Leikur Frakklands og Brasilíu á HM 1986, gríðarlega fallega leikinn leikur sem endaði reyndar bara 0 og 0.

Svo var það leikur Liverpool gegn Newcastle c.a. 1994 , man ekki alveg hvernig hann fór 3-3 eða 3-2 fyrir Liverpool, frábær leikur sem var spilaður á gríðarlega háu tempói (flott að segja tempó í þessu samhengi).

Nú bikarleikurinn í 2. flokki Þróttur-ÍK 1989 eða 1990, við náðum að jafna 2-2 og fórum í framlengingu, við vorum einum færri, ég hafði malbikað meira þetta sumarið en að spila fótbolta svo úthaldið var ekki mikið, en þessum spennandi leik náðu Þróttararnir að vinna á endanum 3-2.

En svo sá ég á liverpool.is upprifjun frá þessum leik sem myndin er af hér að neðan. Hvaða leikur er nú þetta kann einhver að segja, ja ég get svarað því, þetta er mynd er frá Iztanbul 2005 og þá eiga allir að vita hvað um er rætt : )
Frábær leikur og mikil og góð auglýsing fyrir íþróttina.

9 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Þeir sem sáu þennan leik vita í dag að leikurinn er ekki búinn fyrr en flautað er. Alveg magnaður andsk. Fæ enn þá hroll og verð ögn spenntur þegar ég horfi á endursýningar.

4:37 e.h.  
Blogger hvitifolinn said...

sumir fa hroll en eg hinsvegar læt mer nægja að grata það þarf einhver af okkur af karlmönnunum að gera það

9:07 f.h.  
Blogger hvitifolinn said...

hvernig væri nu að fa eitthvað ferskt blogg herna inna arnies

10:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hér er framlag til bestu knattspyrnutilþrifa sögunnar - hrollur og spenna

http://www.mbl.is/mm/enski/myndskeid.html?vidid=19

N

5:25 f.h.  
Blogger hvitifolinn said...

gaman að sja að njörður se að gera eitthvað af viti með lunda nokkuð gaman að sja þetta verð eg bara að segja

6:13 f.h.  
Blogger Refsarinn said...

Jamm Njörðurinn alla jafna fótógenískur. En hér þarf eitthvað að fara að gerast.

4:56 f.h.  
Blogger Refsarinn said...

Kæri litlibróðir. Fáum bloggurum hefur tekist jafn vel og þér að byggja upp bloggspennu. Ef þú værir með teljara á síðunni þá væri hann líklega sprunginn. Komdu nú með Sváfni og make it hurt!

4:22 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Frakkland - V-Þýskaland 1982. Ótrúlegur leikur sem mun aldrei gleymast. Frakkar með eitt skemmtilegasta lið allra tíma gegn hinum ólseigu þýsku jálkum. 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Frakkar komust í 3-1 með snilldartilþrifum í framlengingu. Þjóðverjarnir ná að jafna með ótrúlegum hætti og sigra í vítaspyrnukeppni.
Eitt eftirminnilegasta og óhuggulegasta atvikið var þegar Schumacher markverði Þjóðverja mistókst að drepa Battiston þrátt fyrir að leggja sig allan fram. Þess má geta að Skósmíðameistarinn fékk ekki einu sinni tiltal frá dómaranum.

2:27 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Alveg rétt, man óljóst eftir þessu (Frakkland-V-Þyskaland vegna ungs aldurs, en hef lesið mig til um þetta atvik og séð video frá þessum leik og Schumacher var ekkert að grínast þegar hann óð í Frakkann, það er alveg víst.

5:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home