laugardagur, mars 15, 2008

Dagsljós 199?

Kiddi nokkur sem býr á Egilsstöðum, er diskódansari, líkkistusmiður og rekur vídeóleigu allt þetta í félagi við móður sína og föður. Diskódansinn stundar hann þó alfarið sjálfur og tekur upp á vídeó. Á vísi punktur is segir frá fyrstu ferð hans til útlanda nú nýverið nánar tiltekið Jamaika. Þar hefur hann slegið í gegn og tekið smá diskó sjóv fyrir fólkið (eins og hann orðaði það), þeir eru víst að notast við svipaða dansa þar ytra, að sögn Kidda. Bara að maður hefði þessa danshæfileika.

En ég segi bara, HORFIÐ!!