þriðjudagur, maí 22, 2007

Góðir söngvarar, volume 1

Ætla að finna til hér í næstu færslum tja, mína uppáhaldssöngvara, eða bara góða söngvara.

Fyrst er fyrir valinu söngvari hljómsveitarinnar Journey, Scott Perry heitir hann kallinn.
Ég rakst á þetta lag á VH1 um daginn frekar en MTV. Þar var verið að velja besta ´80 rokkslagarann, og tróndi þetta lag, sem er hér að neðan, á toppnum. Þessari hljómsveit eða þessu lagi hef ég aldrei veitt neina sérstaka athygli, ekki fyrr en ég sá þessa "læf" upptöku, sem rennir stoðum mínum undir það að það getur verið gagnlegt að hlusta stöku sinnum á lifandi fluttning hljómsveita , ef einhver hefur verið í vafa um það.

Eftir að hafa tekið smá youtube rúnt á þessari hljómsveit er ég ekkert sérstaklega stoltur af því að finnast hann góður söngvari eða að mér finnist þetta lag vera hið áheyrilegasta, dálítið hallærislegir gaurar, það verður alveg að viðurkennast : )

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er nokkuð magnað hjá honum drengnum ef tekið er tillit til þess hve þröngt stakkur er sniðinn og hvernig buxurnar skerast uppí slátrið á honum.
N.

10:50 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég minni á að það væri viðeigandi að gera Vaílu Veinólínó góð skil í þessari umfjöllun.

2:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Oi, achei teu blog pelo google tá bem interessante gostei desse post. Quando der dá uma passada pelo meu blog, é sobre camisetas personalizadas, mostra passo a passo como criar uma camiseta personalizada bem maneira. Até mais.

2:02 f.h.  
Blogger Pooran said...

Ég vona kæri frændi að þín portúgalska sé betri en mín, en ég skil ekki betur að maðurinn sé að reyna selja þér boli!!! Miðað við myndbandið þá ætti Rodrigo frekar að reyna að selja þér gallabuxur.

11:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home