miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Bloggleysi

Hef verið lélegur á þessum vetvangi upp á síðkastið, enda fátt markvert í gangi hjá mér annað en vinna, fótbolti, smá bjór og reyna svo að sofa nóg. En þetta þríeyki fer ákaflega illa saman. Vinnan gerir mann þreyttan, bjórinn fær mann til að hvílast illa, fótbolti fær mann til að sofna seint.

En ég ætla að bæta úr bloggleysi með myndum úr smá ferðalagi sem við Daði skelltum okkur í núna á sunnudaginn síðasta. Að sjálfsögðu voru konur og börn með í för. Fyrst var stoppað í Eden til að skiptu um bleyju á yngsta ferðalangnum, drengirnir, Ívar Fannar og Malthe Kristórfer tóku þá þythokkispaðana fram og léku listir sínar. Eins og myndirnar gefa til kynna stoppuðum við á Vorsabæ á Skeiðum og átum vöfflur eins og við í okkur gátum látið. Veður var fallegt og stemning öll hin besta.

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Öskudagur

Myndin hér til hliðar er af fallegu fjölskyldunni minni. Mamma og pabbi halda árlega grímumatarboð, sem er alltaf verulega skemmtileg uppákoma fyrir unga sem aldna.
Hér er mynd af okkur:

Frá vinstri:

Bjarney sem ´80 gella, Ívar Fannar er fyrir framan Bjarneyju sem dauðinn sjálfur(erfitt að greina hann þarna) Aðalheilður sem hún sjálf, Annel tja veit ekki, FM-hnakki, Eyrún sem síguni, Malthe Kristó sem Batman.

Aftast er Þórhallur sem gaur gaurssins, Iben Höjer þar fyrir framan sem Cow-girl (hún heldur svo á dótturinni Abelinu Sögu, Bjartur aftast sem hommalingur, Hrund þar fyrir framan sem ballerinudúkka(held ég).
Aftast er ég sjálfur sem Kapteinn Krókur, Fremst á myndinni er svo hún Helga litla, sómakær kennari úr Laugarneskverfinu. Hulda Harðar gægist svo á bakvið Helgu sem Gvendur málari (Kalli í Álfhól var hvergi sjáanlegur samt), Daði sem Adolf Ingi íþróttafréttamaður og svo Dóri Bjöss sem...tja ég bara man það ekki, en hann er allavega vel föngulegur í þessu kvengervi.

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Og meira af mér og frægafólkinu

Ég prófaði að setja eina mynd af mér þar ég er verulega pólskur á að líta, gaman að sjá muninn.http://www.myheritage.com

Hverjum líkist ég af fræga fólkinu

Hún Irpa setti link inn á síðuna sína sem ég svo notaði mér og hérna sjáiði hverjum ég telst líkjast af frægafólkinu. Ég held ég sé mest stoltur af því að vera 74% líkur hjartaknúsaranum Peter Andre og svo fast á hæla honum hlítur að koma 72% Leonard Nimoy. Allir að prufa : )

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Það þekkir mig enginn

Smellti mér út í hádeginu og fór á Asíu. Á leið minni þangað hitti ég mann á aldur við mig, sem þykir sopinn betri en t.d. mér, allavega gerir meira af því að fá sér slíkt og af þeim sökum átti hann ekki pening þegar ég hitti hann.

Að beiðni hans afhenti ég honum klinkið mitt sem var í vasanum mínum og hann þakkaði fyrir og fór. Ég fór inn á Asíu, kem aftur út, 10 mín síðar því ég pantaði mér take away. Kemur ekki sami náungi, labbar upp að mér með sömu orðum, heyrðu félagi áttu 200 kr??...ég benti honum pent á að ég hefði nú afhent honum það sem ég ætti aflögu, þá jú áttaði hann sig og brosti. En þetta er dæmigert...maðurinn var bláedrú en kannski er heilastarfsemin ekki alveg í fullri "funktion", en samt dæmigert :)

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Elvis

Eitt kvöld í febrúar, var mér færð bók að gjöf, frá mínum ágæta vini honum Benna. Bókina gaf hann mér og sagði að ég sem tónlistarmaður þyrfti að vita meira um aðra tónlistarmenn. En þessi bók er um Elvis Presley frá sjónarhóli Priscillu, eða Sillu eins og við köllum hana.

Elvis A. Presley er kynntur til sögunnar sem hin geðugasti pervert. Þau hittast í fyrstaskiptið í þýskalandi 1956, þá er hún Silla 14 ára(fluttu með foreldrum sínum þangað því pabbi hennar var í hernum þar) en Elvis um 22 ára aldur. Elvis var orðinn vinsæll mjög en þurfti að sinna herskildu í landi Udo Dirkscneider (söngvari þýsku hljómsveitarinnar Accept sem var vinsæl 1984)

Það sem er svo augljóst í þessu er að Elvis kallinn er gjörspilltur strákur sem getur fengið allt sem hann vill 22-24 ára gamall og nýtir sér það í botn, ekkert ósvipað honum Jackson okkar í dag. Hann tekur svefntöflur til að sofa á daginn svo hann geti haft nóttina fyrir sig og skemmtanir og tók óhikað örvandi til að vaka.

Hann er með þjónustu lið sem gerir allt fyrir hann, græjar hótelherbergi með hans dóti svo honum líði vel og pakkar niður í töskur og innréttar rútur sem hann svo ekur til t.d. Vegas þegar hann langar.

Svo er hann með hina óspjölluðu Sillu í þýskalandi og vill eiga hana sem slíka. Elvis var búinn með sína herskylduna í Þýskalandi og var farinn til USA. Silla þurfti að vera áfram meðan faðir hennar lauk sinni skyldu og hún þurfti jú að ljúka 9. bekknum þar. Á meðan var hann náttúrulega að gera það sem honum sýndist meðan hún beið eftir honum. Gjörspilltu krakkinn hélt þau partýin þegar hann vildi.

Já hann Elvis kallinn...kannski á maður ekkert að lesa um svona goð, þetta leggur ýmind mína af honum á hliðina...Ekki ósvipað því þegar maður heyrði fyrst af því að Lennon, þessi "friðelskandi" maður, hafi búið til glaeraugnatísku fyrir konur heimsins með hnefahöggum sínum sína á Yoko Ono.

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Jahérna hér!!

Magnaður andskoti, hvílíkur hlátur :)