föstudagur, nóvember 24, 2006

Töfrar photoshopsins

Ég hefi aðeins verið að taka til á myndasíðunni minni. Með öðrum orðum hef ég verið að flokka myndirnar eftir því hvað er á þeim. T.d. set ég myndir þar sem Esjan kemur fyrir í for eða bakgrunni saman og svo Snæfellsjökul í aðra möppu osfrv...en ég er bara rétt að byrja, á eftir að flokka þetta betur. Ófeimin að kíkja á þetta hm... : )

Ég var aðeins að leika mér í morgun, tók sitthvora myndina af Esjunni og Akrafjallinu við sólarupprás, og setti þær saman svo úr varð panorama mynd mikil. Þurfti aðeins að photoshoppa þetta saman vegna birtumismunarin sem varð á myndunum (smá mistök hjá mér í myndatökunni) Þetta er tilraun og ætla ég að tileinka myndina honum Daða mínum þar sem hann fer nú að koma heim. Ég veit hann saknar þessa útsýnis sem við hin jafnvel veitum ekki athygli dag frá degi. En gallinn er sá að Daði kíkir ekki á netið eins og við hin gerum og hann mun því ekki sjá þessa mynd : )

1 Comments:

Blogger Þorkatla said...

Ég sé þig fyrir mér gangandi um götur bæjarins með 2 mpixles myndavélina þína takandi myndir af já, fjöllum og kirkjum.
Merkilega iðja finnst mér, en ekki er ég dæma, sumir safna frímerkjum aðrir klámi, svo að taka myndir af umhverfinu á líka rétt á sér.
Mér finnst þú duglegur að taka myndir, kannski ég tileinki einum degi og fara í göngutúr og taki myndir af öllu og engu.

3:11 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home