laugardagur, júlí 29, 2006

Gaman saman.






Skelltum okkur á sjóstöng á suðurnesjunum með frændgarðinum um daginn. Sólin skein og veður var gott.

Mikið veiði æði greip um sig þarna um borð og veiddu allir frá aldrinum 5 og upp í 70 ára. Ég náði einum ansi stórum þorski í bát og annar sem náði að sleppa af önglinum svo hann komst ekki alla leið. Ívar heldur þarna á einum, sem er reyndar ekki þorskur. Sáum einnig hvali á sundi, frábær skemmtun.

Skelltum okkur í Háaleitið (í Keflavík) til Þorkötlu og Þrastar þar sem abbblinn var grillaður. Klæddu frændurnir sig upp. Þarna getur að líta skytturnar tvær og ninja. Ívar Fannar er ninja, Eyþór Andri og Sigurður Patrek eru skytturnar.

1 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Já þetta var mjög skemmtilegt allt saman og við vorum einstaklega heppin með veður.
Verst að geta ekki verið með í því að grilla aflann og svoleiðis.

1:52 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home