föstudagur, maí 26, 2006

Sængurföt

Hvaða helv...Ikea/Rúmfatalagers hugmynd var það að láta sængurverið vera þannig að maður setur sængina inn á hliðinni á sængurverinu??!!! :(

6 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Veistu þegar þú hefur lært að setja sængina inn í þetta ver þá áttu eftir að komast að því að þau eru svo miklu praktískari. Nú getuðu snúið sænginni við þegar allt innvolsið er komið niður í tærnar án þess að fá böndin í andlitið. Ekkert hrisuvesen lengur.

2:01 f.h.  
Blogger Villi said...

Já, það er margt sem veldur áhyggjum í heiminum í dag, til dæmis menntun rúmfatahönnuða!

3:58 f.h.  
Blogger hvitifolinn said...

sammala arnari er sjalfur með eitt stykki leiðinlegt sængurver sem eg set sængina inn um hliðina, hun dettur alltaf ut, en það gera ekki þær sem eru með böndum eða þar sem maður setur þær inn a hliðinni, skemmtileg pæling sammt

10:43 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Æj ég varð svo ferlega pirraður þegar ég var að setja sængina í eitt kveldið og hún öll öfugsnúinn í sængurverinu og ég vildi bara fara að sofa en ekki að vasast í þessu. En útskýring Bjarneyjar er nákvæmlega rétt þetta með hvernig hún snýr svo þegar hún er komin í verið sitt fína. : )

5:24 e.h.  
Blogger Fjalar said...

Allt er samt betra en frotte-lök!! Hvaða Kalvínisti fann það helvíti eiginlega upp? Þetta er eins og að sofa á sandpappír! 'Eg þoli þetta ekki og samt lætur tengdó mig alltaf sofa á frottelaki þegar við erum í heimsókn. Á ég að þola þetta og vera að fríka út á sandpappírnum í hverri heimsókn eða á ég að kvarta og eiga þá tengdamömmu sem heldur að ég sé hommi eða prinsessan á bauninni?

4:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það var loks að rædd voru þjóðþrifamál á þessu bloggi í stað þessar eilífa boltasparks sem er alveg að gera mann gráhærðan. Og svo skilst manni að það eigi að ausa þessu yfir saklausan landslýð í heilan mánuð í sumar! Maður bara skilur þetta ekki. Hafa þessir menn ekkert betra að gera en að eltast við þennan bolta? Afhverju nota þeir ekki bara fleiri bolta, þá þurfa þeir ekki að vera að rífast um hann?
Og hvað verður svo um aumingja eiginkonurnar og börnin á meðan heimilisfeðurnir sitja dáleiddir yfir þessum ófögnuði, oftar en ekki undir áhrifum bjórdykkju. Mér skilst að heimilisofbeldi sé aldrei meira en meðan á þessum ófögnuði stendur. Ég spyr: Er ekki kominn tími til að grípa í taumana?

3:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home